Fréttir Skipulagsmál
Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A
Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir Hóla 5a vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna og nýtt deiliskipulag í samræmi við 40. gr. laganna. Hólar 5a er 3,2 ha spilda úr landi Hóla sem í dag er skilgreind sem landbúnaðarland. Fyrirhuguð skipulagsgerð felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð með heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús.
05.06.2024