Fréttir
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Undanfarin ár hefur hundahreinsun farið fram með nýju sniði í Stykkishólmi. Fyrirkomulagið hefur mælst vel fyrir og verður hreinsunin því með sama sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama dag mun Dýralæknamiðstöð Vesturlands hafa samband við eigendur skráðra hunda og bjóða þeim að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar er boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þörf er á.
29.10.2024