Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar - Opinn fundur í Stykkishólmi
Fréttir

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar - Opinn fundur í Stykkishólmi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa nú fundaröð um framtíðarmöguleika Breiðafjarðar. Fundirnir bera yfirskriftina Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar - leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar.  Fyrsti fundur verður haldinn mánudaginn 11. mars, kl. 17:00 - 19:30 á Fosshótel Stykkishólmi.
07.03.2024
Fyrsta skóflustunga við Aðalgötu 16.
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
06.03.2024
Frítt inn á leik Snæfells og Hrunamanna á föstudag.
Fréttir

Mikilvægasti leikur Snæfells á tímabilinu

Mikilvægasti leikur Snæfells á þessu tímabili fer fram næstkomandi föstudag, 8. mars kl. 19:15. Til að halda áfram göngu sinni í 1. deild þarf liðið á sigri að halda. Velunnarar Snæfells bjóða öllum frítt á leikinn og því um að gera að fjölmenna á pallana og hvetja strákana áfram. Hamborgarasala verður á staðnum og því óþarfi að hafa áhyggjur af kvöldmatnum.
06.03.2024
Vigrafjörður. Mynd: Háskólasetur Íslands.
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillaga breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024

Þann 29. febrúar sl, samþykkti bæjarstjórn að kynna vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing var auglýst 7. nóvember til 5.desember 2023 með kynningafundi 22. nóvember. Athugasemdir sem bárust hafa verið hafðar til hliðsjónar við gerð vinnslutillögunnar sem nú er kynnt.
04.03.2024
Horft yfir Stykkishólm og Breiðafjörð
Fréttir

Bæjarstjórn andmælir kröfu ríkisins kröftuglega

Snemma í febrúarmánuði gáfu lögmenn ríkisins, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra, út kröfur fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur á eyjum, skerjum og hólmum innan landhelginnar. Súgandisey og Landey eru meðal þeirra eyja sem ríkið gerir tilkall til auk flestra annarra eyja á Breiðafirði. Mikil umræða hefur átt sér stað og kröfurnar vakið hörð viðbrögð víða.
01.03.2024
Könnun fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins
Fréttir

Könnun fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins

Þann 8. maí næstkomandi ætlar ungmennaráð sveitarfélagsins að halda bæjarstjórnarfund unga fólksins. Á fundinum mun ungmennaráð kynna mál fyrir bæjarfulltrúum. Ráðið óskar því eftir hugmyndum að málefnum frá íbúum sem hægt væri að taka fyrir á fundinum. Hér að neðan er hlekkur að könnun þar sem aðeins er beðið um aldur og hugmynd af málefni. Fólk á öllum aldri er hvatt til að svara könnuninni.
01.03.2024
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Almennar styrkveitingar skv. 3. gr. fara fram tvisvar á ári, á fundum bæjarstjórnar í mars/apríl og október/nóvember.
27.02.2024
22. fundur bæjarstjórnar
Fréttir Stjórnsýsla

22. fundur bæjarstjórnar

22. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
27.02.2024
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Fréttir Lífið í bænum

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Stykkishólmi

Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur í Stykkishólm og heldur glæsilega tónleika í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19.30. Dagskrá tónleikanna skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi. Kórinn skipa um 80 söngvarar úr Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju, Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju, Karlakórnum Kára, Kirkjukór Ingjaldshólskirkju, Karlakórnum Heiðbjörtu, Kvennasveitinni Skaða og Kirkjukór Stykkishólmskirkju. Á tónleikunum hljómar einnig hinn ljúfi og glaðlegi C-dúr sellókonsert Josephs Haydn þar sem Steiney Sigurðardóttir fer með einleikshlutverkið og að lokum flytur hljómsveitin 7. sinfóníu Beethovens sem er full af fegurð, lífsgleði og krafti. Stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Eva Ollikainen. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru öll velkomin.
26.02.2024
Hræðileg helgi í Hólminum
Fréttir

Hræðileg helgi í Hólminum

Í dag hefst Hræðileg helgi í Hólminum, sem haldin er nú í annað sinn 15.-17. febrúar. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir hátíðinni en dagskráin er þétt og fjöldi spennandi viðburða í boði. Leikar hefjast með hræðilegum ratleik fyrir börn í Amtsbókasafninu frá kl. 14-17. Í kvöld kl. 20:00 opnar dularfulla ljósmyndasýningin Andaðu eftir Jónu Þorvaldsdóttur í Norska húsinu. Í framhaldinu mun Ragnhildur Sigurðardóttir segja hræðilegar sögur af Snæfellssnesi kl. 21:00 á Narfeyrarstofu.
15.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?