Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd frá uppboði Lionsmanna árið 2007
Fréttir Lífið í bænum

Átt þú góss á uppboð?

Í tilefni af 30 ára afmæli Danskra daga í ár verður efnt til uppboðs laugardaginn 17. ágúst. Ágóði uppboðsins rennur til styrktar góðra málefna. Tekið er fram að ekki er um að ræða uppboð Aksjón Lionsmanna sem naut mikilla vinsælda á árum áður, heldur hefur góður hópur hér í Hólminum ákveðið að endurvekja þennan skemmtilega viðburð í tilefni afmælisins.
01.08.2024
30 ára afmælishátíð Danskra daga
Fréttir Lífið í bænum

30 ára afmælishátíð Danskra daga

Danskir dagar eru ein elsta bæjarhátíð landsins og hafa verið haldnir frá árinu 1994. Í ár á hátíðin því 30 ára afmæli og af því tilefni verður blásið til afmælishátíðar dagana 15. - 18. ágúst. Á hátíðinni verður boðið upp á brot af því besta frá dagskrá hennar síðustu 30 ár.
01.08.2024
Sigríður Silja Sigurjónsdóttir
Fréttir

Sigríður Silja ráðin aðstoðarskólastjóri

Sigríður Silja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. Sigríður Silja er með meistarabréf í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri, B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur störf 1. ágúst en þá tekur einnig Þóra Margrét Birgisdóttir við stöðu skólastjóra. Áður hafði Þóra Margrét gengt stöðu aðstoðarskólastjóra.
31.07.2024
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Fréttir Skipulagsmál

Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt

Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
Sundlaug lokuð 19. júlí nk. vegna námskeiðs starfsfólks
Fréttir

Sundlaug lokuð 19. júlí nk. vegna námskeiðs starfsfólks

Sundlaugin í Stykkishólmi verður lokuð föstudaginn 19. júlí nk. vegna námskeiðs starfsfólks. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Opnum sundlaugina hins vegar aftur, með vaska endurþjálfaða starfsmenn, klára á bakkanum, laugardaginn 20. júlí nk. kl. 10:00.
16.07.2024
26. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

26. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

26. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 27. júní kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
25.06.2024
Skotthúfan fer fram í Stykkishólmi
Fréttir Lífið í bænum

Skotthúfan fer fram í Stykkishólmi

Skotthúfan fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 29. júní 2024. Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan hefur fest sig í sessi hér í Hólminum og setur hún fagran brag á annars fallegan bæ þegar áhugafólk af öllu landinu heimsækir Stykkishólm í sínu fínasta pússi. Byggðasafn Snæfellinga- og Hnappdæla hefur veg og vanda að hátíðinni og hefur fóstrað hana frá fyrstu tíð í Norska húsinu, elsta tvílyfta timburhúsi á Íslandi. Fyrsti þjóðbúningadagurinn í Norska húsinu var haldinn 2005 og nafnið Skotthúfan tekið upp árið 2014. Síðan hefur verið bryddað upp á fyrirlestrum, tónleikum, smiðjum og balli í dagskránni og hefur við það myndast skemmtileg stemning meðal gesta. 
24.06.2024
Hjallatangi 48 - DSK
Fréttir

Lóðin Hjallatangi 48 laus til úthlutunar

Lóðin Hjallatangi 48 eru hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólms um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2024.
18.06.2024
DSK breyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi.
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi

Þann 30. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms tillögu að breyt­ingu á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar 2024. Þann 29. febrúar 2024 staðfesti bæjarstjórn svör skipulagsnefndar við athugasemdum sem bárust í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send svör sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um málskotsrétt.
14.06.2024
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til funda
Fréttir

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til funda

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til funda í íbúa- og gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki laugardaginn 15. júní kl. 15:00 og föstudaginn 28. júní kl. 20:00. Um er að ræða opna fundi þar sem verkefni Svæðisgarðsins verða kynnt og þau til umræðu. Öll velkomin.
13.06.2024
Getum við bætt efni síðunnar?