Fréttir Lífið í bænum
Mikil ánægja með Danska daga
Liðna helgi fór fram 30 ára afmælishátíð Danskra daga. Mörg þúsund manns sóttu Hólminn heim af því tilefni og var ekki annað að sjá en fólk væri hæstánægt með hátíðarhöldin. Dagskráin var þétt og fjölbreytt svo allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Af tilefni afmælisins var margt í dagskránni sem minnti á gamla tíma og upphafsár Dönsku daganna. Hverfagrillin voru á sínum stað og víða var mikið púður lagt í skreytingar og umgjörð þeirra.
20.08.2024