Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Danskir dagar 2024
Fréttir Lífið í bænum

Mikil ánægja með Danska daga

Liðna helgi fór fram 30 ára afmælishátíð Danskra daga. Mörg þúsund manns sóttu Hólminn heim af því tilefni og var ekki annað að sjá en fólk væri hæstánægt með hátíðarhöldin. Dagskráin var þétt og fjölbreytt svo allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Af tilefni afmælisins var margt í dagskránni sem minnti á gamla tíma og upphafsár Dönsku daganna. Hverfagrillin voru á sínum stað og víða var mikið púður lagt í skreytingar og umgjörð þeirra.
20.08.2024
Laus staða leikskólakennara
Fréttir Laus störf

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla og menntun af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
20.08.2024
Frá heimsókn forseta í Stykkishólm.
Fréttir Lífið í bænum

Heimsókn forseta Íslands í Stykkishólm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, heimsótti Stykkishólm af tilefni 30 ára afmælis Danskra daga síðastliðinn laugardag. Halla tók þátt í hátíðarhöldum á laugardeginum ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar tóku á móti þeim hjónum og kíktu með þeim í kvenfélagskaffi í Freyjulundi. Þar þágðu forsetahjónin kaffi og léttar veitingar frá kvenfélaginu og spjölluðu við viðstadda.
19.08.2024
Fjármála- og skrifstofustjóri
Fréttir Laus störf

Fjármála- og skrifstofustjóri

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar að kraftmiklum fjármála- og skrifstofustjóra með mikla samskiptafærni. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, vandaður í vinnubrögðum ásamt því að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.
16.08.2024
Frá Dönskum dögum 2023
Fréttir Lífið í bænum

Danskir dagar gengnir í garð

Danskir dagar eru gengnir í garð en hátíðin fagnar nú 30 ára afmæli. Danskir dagar voru fyrst haldnir árið 1994 og er með elstu og rótgrónustu bæjarhátíðum landsins. Hátíðin hefur tekið ýmsum breytingum í gengum tíðina en árið 2019 var ákeðið að halda Danska daga annað hvert ár og færa tímasetningu þeirra fram í júní svo hægt væri að tengja hana við Jónsmessuna, Sankt Hans aften.
16.08.2024
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, á svölum Alþingishússins. …
Fréttir

Forseti Íslands ávarpar hátíðargesti Danskra daga

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun ávarpa hátíðargesti af tilefni 30 ára afmælis Danskra daga um helgina. Ávarp forseta fer fram laugardaginn 17. ágúst um kl. 17:00 á höfninni þar sem hafnartónleikar fara fram. Hólmarar og aðrir gestir Danskra daga eru hvattir til að hlýða á ávarp forseta og njóta góðra tónleika á laugardaginn kemur.
15.08.2024
Bæjarstjórn samþykkir gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Fréttir

Bæjarstjórn samþykkir gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á 26. fundi sínum, þann 27. júní síðastliðinn, að skólamáltíðir í Grunnskólanum í Stykkishólmi verði gjaldfrjálsar frá og með haustönn 2024, gegn því að fyrir liggi útfærsa ríkisins á leið til að skólamáltíðir barna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 líkt og boðað hefur verið.
09.08.2024
Garðsláttur fyrir eldra fólk og öryrkja
Fréttir Þjónusta

Garðsláttur fyrir eldra fólk og öryrkja

Föstudagurinn 9. ágúst er síðasti dagur sem tekið verður við umsóknum um slátt. Þessi þjónusta er eingöngu í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem ekki geta sinnt garðslætti né fengið ættingja til þess.
06.08.2024
Mynd frá uppboði Lionsmanna árið 2007
Fréttir Lífið í bænum

Átt þú góss á uppboð?

Í tilefni af 30 ára afmæli Danskra daga í ár verður efnt til uppboðs laugardaginn 17. ágúst. Ágóði uppboðsins rennur til styrktar góðra málefna. Tekið er fram að ekki er um að ræða uppboð Aksjón Lionsmanna sem naut mikilla vinsælda á árum áður, heldur hefur góður hópur hér í Hólminum ákveðið að endurvekja þennan skemmtilega viðburð í tilefni afmælisins.
01.08.2024
30 ára afmælishátíð Danskra daga
Fréttir Lífið í bænum

30 ára afmælishátíð Danskra daga

Danskir dagar eru ein elsta bæjarhátíð landsins og hafa verið haldnir frá árinu 1994. Í ár á hátíðin því 30 ára afmæli og af því tilefni verður blásið til afmælishátíðar dagana 15. - 18. ágúst. Á hátíðinni verður boðið upp á brot af því besta frá dagskrá hennar síðustu 30 ár.
01.08.2024
Getum við bætt efni síðunnar?