Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd af vefsjá Stykkishólms
Fréttir

H-Lóð í Víkurhverfi laus til úthlutunar

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir nýja lóð til úthlutunar H-lóð skv. deiliskipulagi við Bauluvík í Víkurhverfi í Stykkishólmi í samræmi við reglur Stykkishólms um úthlutun á lóða fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Á lóðinni er heimilt að byggja 3-5 íbúða fjölbýlishús, allt að 375 fm. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2024. Gatnagerð á svæðinu er á lokastigi.
30.08.2024
Mynd frá svæðinu.
Fréttir

Tiltekt á hafnarsvæði Skipavíkur - Eigendur báta og lausafjármuna athugið

Hafnarstjórn Stykkishólms hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Stykkishólms fjallaði jafnframt um málið á sömu nótum og benti á heimildir heilbrigðisnefndar Vesturlands til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir. Á þeim grunni samþykkti hafnarstjórn að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur.
29.08.2024
Fjölbrautarskóli Snæfellinga
Fréttir

20 ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fagnar 20 ára afmæli og verður opið hús í skólanum föstudaginn 30. ágúst frá kl. 9:00 - 12:00. Öll velkomin. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi í tilefni af afmæli skólans. Það verður meðal annars:
28.08.2024
Vaðlaugin opnaði í dag.
Fréttir

Viðgerð á vaðlaug lokið

Í sumar var ráðist í viðhaldsframkvæmdir á Sundlaug Stykkishólms. Eftir að framkvæmdir hófust var ákveðið að skipta um yfirborðsefni í vaðlauginni líka í ljósi þess að flísar á henni voru orðnar lélegar. Eftir að flísar voru fjarlægðar komu í ljós skemmdir á steypu og var undirbúningsvinna því tímafrekari en áætlað var. Verkefnið dróst svo á langinn vegna verkefnastöðu hjá verktaka. Þá þurfti einnig að byggja yfir laugina til að forða henni frá bleytu á meðan framkvæmdum stóð. Verkinu er nú lokið og búið að opna vaðlaugina á ný.
27.08.2024
27. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

27. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

27. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
27.08.2024
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
23.08.2024
Danskir dagar 2024
Fréttir Lífið í bænum

Mikil ánægja með Danska daga

Liðna helgi fór fram 30 ára afmælishátíð Danskra daga. Mörg þúsund manns sóttu Hólminn heim af því tilefni og var ekki annað að sjá en fólk væri hæstánægt með hátíðarhöldin. Dagskráin var þétt og fjölbreytt svo allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Af tilefni afmælisins var margt í dagskránni sem minnti á gamla tíma og upphafsár Dönsku daganna. Hverfagrillin voru á sínum stað og víða var mikið púður lagt í skreytingar og umgjörð þeirra.
20.08.2024
Laus staða leikskólakennara
Fréttir Laus störf

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla og menntun af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
20.08.2024
Frá heimsókn forseta í Stykkishólm.
Fréttir Lífið í bænum

Heimsókn forseta Íslands í Stykkishólm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, heimsótti Stykkishólm af tilefni 30 ára afmælis Danskra daga síðastliðinn laugardag. Halla tók þátt í hátíðarhöldum á laugardeginum ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar tóku á móti þeim hjónum og kíktu með þeim í kvenfélagskaffi í Freyjulundi. Þar þágðu forsetahjónin kaffi og léttar veitingar frá kvenfélaginu og spjölluðu við viðstadda.
19.08.2024
Fjármála- og skrifstofustjóri
Fréttir Laus störf

Fjármála- og skrifstofustjóri

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar að kraftmiklum fjármála- og skrifstofustjóra með mikla samskiptafærni. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, vandaður í vinnubrögðum ásamt því að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.
16.08.2024
Getum við bætt efni síðunnar?