Fréttir Skipulagsmál
Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48
Á 23. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Nónvík vegna breytinga á lóðinni við Hjallatanga 48 fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Stykkishólms fól bæjarstjóra á 23. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs, að afgreiða tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Tillagan var grenndarkynnt 18. mars til 16. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust og telst því tillagan staðfest af hálfu bæjarstjórnar.
29.04.2024