Fréttir
Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?
Í tengslum við vinnu sveitarfélagsins um styrkingu leikskólans í Stykkishólmi samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms í fyrra tillögu skóla- og fræðslunefndar um niðurfelld leikskólagjöld í desember. Nú í ár verður leikskólanum lokað frá 23. desember til 2. janúar 2025, þetta eru samtals fjórir vinnudagar sem er hluti af betri vinnutíma sem er orðinn samningsbundinn réttur hjá KÍ og BSRB félögum.
08.11.2024