Friðarganga á Þorláksmessu
Á Þorláksmessu kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss.
Undanfarin ár hefur níundi bekkur selt kyndla við upphaf göngunnar í fjáröflunarskyni. Að þessu sinni urðu rafkerti fyrir valinu og gefst fólki því kostur á því að kaupa rafkerti fyrir gönguna sem svo er hægt að taka með heim og nýta áfram. Auk þess selur níundi bekkur heitt súkkulaði á plássinu að lokinni göngu. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi. Nemendur níunda bekkjar sáu um valið.
Sala á rafkertum hefst kl 17.45 í Hólmgarði.
Kertið kostar 1500 kr. hægt er að greiða á staðnum eða millifæra.
Fjölmennum og sýnum friðarvilja okkar í verki.
Heims um ból
(Sveinbjörn Egilsson/Franz Gruber)
Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
:/: meinvill í myrkrunum lá :/:
Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
:/: konungur lífs vors og ljóss :/:
Heyra má himnum í frá
englasöng: Halelúja.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:/: samastað syninum hjá :/: