Fara í efni

Lóðirnar Hjallatangi 36 og Hjallatangi 48 lausar til úthlutunar

21.12.2022
Fréttir

Lóðirnar Hjallatangi 36 og Hjallatangi 48 eru hér með auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2022.

Berist fleiri en ein umsókn um sömu lóð áður en umsóknarfrestur rennur út sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna Stykkishólmsbæjar skal hlutkesti ráða úthlutun. Eftir þann tíma skal úthluta lóðinni til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar að uppfylltum skilyrðum reglnanna.

Sækja má um lóðina/lóðirnar í íbúagátt Stykkishólmsbæjar ("Umsóknir" -> "Umsókn um lóð")
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Ráðhúsinu, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða í síma 433-8100 eða á heimasíðu bæjarins, stykkisholmur.is.

Jafnframt er vakin athygli öðrum lausum lóðum sem áður voru auglýstar og skráðar eru á úthlutunarlista Stykkishólmbæjar sem finna má á vefsjá Stykkishólmsbæjar.

 

Hjallatangi 36

Hjallatangi 48

Hjallatangi.
Getum við bætt efni síðunnar?