Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vesturlands. Úthlutað verður í janúar 2023. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.
19.10.2022
X-ið býður bæjarbúum í heimsókn
Fréttir

X-ið býður bæjarbúum í heimsókn

Í tilefni af félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikunni, 17.-23. október 2022, opnar félagsmiðstöðin X-ið dyr sínar fyrir bæjarbúum. Opið hús verður í X-inu fyrir foreldra og bæjarbúa sem hér segir
18.10.2022
Áætlað er að 20 störf skapist við öflun- og fullvinnslu á  sjávarþörungum.
Fréttir

Uppbygging fullvinnslu sjávarþörunga á hafnarsvæði Skipavíkur

Í febrúar á þessu ári sendi fyrirtækið Asco Harvester ehf. bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lóðarumsókn vegna lóðarinnar við Nesveg 22a ásamt ítarlegri greinargerð um áform fyrirtækisins og ósk um samstarf um græna atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi byggða á sjálfbærri öflun og vinnslu sjávarþörunga úr Breiðafirði og fullvinnslu afurða. Með erindinu fylgdu teikningar af fyrirhuguðu húsnæði á lóðinni. Fyrirtækið áætlar að þegar starfsemin verði komin á fullt skapist 20 störf við öflun- og fullvinnslu sjávarþörunga. Var umsókn Asco Harvester ehf. samþykkt samhljóða í bæjarráði og bæjarstjórn í febrúar og hefur verið unnið að málinu í samræmi við þá stefnumörkun. Vegna umræðu um formlega úthlutun lóðarinnar staðfesti bæjarstjórn á fundi sínum í september, til að taka af allan vafa, að úthlutun lóðar hafi farið fram í febrúar 2022 og bæjarstjóra hafi verið falið að semja við félagið um sérstæka málsmeðferð, skilyrði eða annað í tengslum við lóðarúthlutunina og þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir gilda um lóðarúthlutunina almennar reglur sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir. Sökum þess að ekki lá fyrir deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið, líkt og önnur atvinnu- og hafnarsvæði í Stykkishólmi að Reitarvegi undanskyldum, var frá fyrstu stigum málsins horft til þess að ganga lengra en venjubundið er í kynningarferli þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og kynna íbúum málið sérstaklega.
17.10.2022
Súgandiseyjarviti baðar sig í Norðurljósum.
Fréttir Lífið í bænum

Norðurljósin - Menningarhátíð í Stykkishólmi næstu helgi

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dagana 20. - 23. október 2022. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg í ár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hólmarar eru hvattir til að og nota tækifærið og bjóða gestum heim til að njóta góðra stunda í Stykkishólmi.
17.10.2022
Leikskólinn í Stykkishólmi, fyrir stækkun.
Fréttir Laus störf

Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar eftirfarandi tvær 100% stöður leikskólakennara aðra frá 1. nóvember 2022 hina frá 1. janúar 2023. Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535.
06.10.2022
Ásbyrgi í Stykkishólmi.
Fréttir Laus störf

Laust starf í Ásbyrgi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf í Ásbyrgi, vinnu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sólrún Ösp Jóhannsdóttir, forstöðumaður í síma 430 7810, 891 8297 eða á netfangi solrunosp91@gmail.com.
06.10.2022
Laufásvegur 19
Fréttir

Lóðin Laufásvegur 19 laus til úthlutunar

Lóðin Laufásvegur 19 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk.
05.10.2022
Lausir hundar á Kerlingarfjalli, fjarri íbúabyggð.
Fréttir

Vegna umræðu um hundahald

Í ljósi umræðu um hundahald í Stykkishólmi er vakin athygli á því að samkvæmt samþykkt um hundahald í Stykkishólmsbæ er hundahald í bænum óheimilt nema að fengnu leyfi og bundið þeim skilyrðum sem nánar eru tilgreind í samþykktinni.
04.10.2022
Grettir Sterki við höfn í Stykkishólmi.
Fréttir

Dráttarskipið Grettir Sterki í Stykkishólmi

Í gær var sagt frá því á vef Stykkishólmsbæjar að dráttarskipið Grettir Sterki væri á leið til Stykkishólms. Skipið er nú komið á leiðarenda og liggur við Stykkishólmshöfn. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur ítrekað lagt þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Að öðrum kosti hefur bæjarstjórn lagt til að dráttarbátur verði staðsettur í Stykkishólmshöfn til að tryggja betur öryggi sjófarenda á Breiðafirði.
04.10.2022
Dansýning kl. 12.30 í dag, 4. okt.
Fréttir

Danssýning Grunnskólans í Stykkishómi

Danssýning Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram í íþróttamiðstöðinni kl. 12.30 í dag, þriðjudaginn 4. október. Sýningin er opin öllum. Undanfarin misseri hefur dansskóli Jóns Péturs og Köru sinnt danskennslu við grunnskólann og leikskólann í Stykkishólmi. Danssýningin er á mörgum heimilum mikið tilhlökkunarefni, en hún er einskonar uppskeruhátíð danskennslunar og markar jafnframt lok hennar þetta árið.
04.10.2022
Getum við bætt efni síðunnar?