Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Gleðileg jól
Fréttir

Gleðileg jól

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar þér gleðilegra jóla og frasældar á nýju ári.
24.12.2024
Friðargöngu frestað
Fréttir

Friðargöngu frestað

Í Hólminum er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs hefur verið ákveðið að fresta göngunni. Stefnt er að því að ganga friðargöngu á þrettándanum þess í stað, áður en kveikt verður í þrettándabrennunni. Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarin ár veitt viðurkenningu fyrir best skreytta húsið að lokinni friðargöngu á Þorláksmessu en tilkynnt verður um valið á þrettándanum að þessu sinni.
23.12.2024
Sorphirða dregst á langinn
Fréttir

Sorphirða dregst á langinn

Ekki næst að klára sorphirðu í öllum götum í dag en samkvæmt sorphiðudagatali eru plast- og pappatunnur losaðar 18. og 19. desember. Það sem ekki klárast í dag verður hirt í fyrramálið. Það er jafnframt síðasti dagur sorphirðu á þessu ári en vakin er athygli á því að sorphirðudagatal fyrir árið 2025 er komið út og má nálgast það hér að neðan. 
19.12.2024
Vigrafjörður
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi

Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024
Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms
Fréttir

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms

Miðvikudaginn 18.desember, kl. 18:00 verða haldnir hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms í Stykkishólmskirkju. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Verið öll velkomin.
17.12.2024
Sorphirðudagatal 2025
Fréttir

Sorphirðudagatal 2025

Sorphirðudagatal fyrir árið 2025 er komið út og má nálgast það hér að neðan. Vakin er athygli á því að losunardagar geta breyst án fyrirvara, t.d. vegna veðurs. Komi sú staða upp verður upplýst um það á vef sveitarfélagsins og losað við fyrsta tækifæri.
17.12.2024
Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Fréttir

Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólms. Samkvæmt reglum um styrkveitingar er hlutverk sjóðsins meðal annars að: Styðja og styrkja lista og menningarstarf í Stykkishólmi og hvetja til nýsköpunar á sviði lista og menningar er tengjast Stykkishólmi. Styðja við útgáfustarfsemi er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins. Styðja við varðveislu menningarminja.
13.12.2024
Suðutilmæli endurvakin fyrir íbúa í Helgafellssveit
Fréttir

Suðutilmæli endurvakin fyrir íbúa í Helgafellssveit

Íbúum í Helgafellssveit ofan við Stykkishólm ráðlagt að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Íbúum í Helgafellssveit, frá vatnsbólinu í Svelgsárhrauni til og með Gámastöðinni, er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega kólígerlamengun frá vatnsbólinu.
11.12.2024
Grýla, Leppalúði og jólakötturinn
Lífið í bænum

Jólasveinaratleikur 2024

Jólasveinaratleikurinn góði hefst í dag. Líkt og í fyrra hefur Þjónustumiðstöðin með Jóni Beck, bæjarverkstjóra, í broddi fylkingar sett upp jólasveinaratleik til að stytta börnum og fjölskyldufólki stundir á aðventunni. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Nú í ár er bætt um betur og ratleikurinn lengdur en hann hefst  nú í dag, miðvikudaginn 11. desember með komu Grýlu og Leppalúða. Ratleikurinn endar svo með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
11.12.2024
31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

31. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 12. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
10.12.2024
Getum við bætt efni síðunnar?