Fréttir
Óskuðu eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum
Sveitarstjórnir á Vesturlandi sendu síðastliðinn miðvikudag erindi til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, þar sem óskað var eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum og skipan viðbragðshóps. Afrit af erindinu var sent á innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og aðsoðarmenn.
Fulltrúar sveitarfélaganna óskuðu með erindinu eftir fundi eins fljótt og auðið er með oddvitum ríkisstjórnar og viðkomandi fagráðherrum, um skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annara vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum, og truflun á atvinnu- og mannlífi eins og nú blasir við.
21.02.2025