Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd: Bæring Nói Dagsson
Fréttir

Snæfellingar fá Hamar í heimsókn

Snæfell fær Hamar í heimsókn í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum 1. deildar þriðjudaginn 1. apríl. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöð Stykkishólms kl. 19:45. Hamborgarasala hefst kl. 18:45 og því tilvalið að taka kvöldverðinn í stúkunni.
31.03.2025
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Fréttir Þjónusta Laus störf

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
28.03.2025
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Sumarafleysing í Íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða sundlaugarvörð (konu) til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
28.03.2025
Símakerfi Ráðhússins liggur niðri
Fréttir

Símakerfi Ráðhússins liggur niðri

Símakerfið í Ráðhúsinu í Stykkishólmi liggur niðri eins og er. Unnið er að því að koma kerfinu í lag en á meðan er bent á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is
27.03.2025
Rafmagnslaust í Stykkishólmi og nágrenni
Fréttir

Rafmagnslaust í Stykkishólmi og nágrenni

Rafmagni í Stykkishólmi og nágrenni sló út á tíunda tímanum nú í morgun. Í tilkynningu á vef Rarik kemur fram að verið sé að leita að bilun.
27.03.2025
34. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

34. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

34. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
25.03.2025
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Fréttir

Opið hús varðandi skipulag fyrir Hamraenda og Kallhamar

Opið hús vegna deiliskipulagstillagna fyrir Hamraenda og Kallhamar og vinnslu tillögur vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00. Skipulagshönnuður verður á svæðinu.
24.03.2025
Hótel Egilsen, þar sem hjarta hátíðarinnar slær.
Fréttir

Júlíana, hátíð sögu og bóka 2025

Júlíana, hátíð sögu og bóka fer fram dagana 20. - 22. mars. Hátíðin var fyrst haldin árið 2013 og er nú orðin rótgróin liður í lista- og menningarlífi Hólmara. Sem fyrr verður metnaðarfull dagskrá þar sem rithöfundar, ljóðskáld og fleiri listamenn stíga á stokk. Í ár er hátíðin haldin í tólfta sinn.
21.03.2025
Félags- og skólaþjónusta auglýsir eftir félagsráðgjafa
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta auglýsir eftir félagsráðgjafa

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða félagsráðgjafa eða einstakling með sambærilega menntun sem nýtist í starfi Um er að ræða 100% stöðugildi, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða þverfaglega vinnu þvert á Snæfellsnes.
20.03.2025
Einar Marteinn við sorphirðubíl Gámafélagsins
Fréttir

Gott endurvinnsluhlutfall frá heimilum í Stykkishólmi

Sveitarfélög skilgreina markmið um úrgangsminnkun og aukna endurvinnslu í samræmi við lög og stefnu ráðherra. Samkvæmt stefnu ráðherra átti endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs að ná 50% árið 2022 og hækka í áföngum í 55% árið 2025, 60% árið 2030 og 65% árið 2035. Urðun heimilisúrgangs skal minnka í að hámarki 10% árið 2035. Heimilisúrgangur felur í sér matarleifar, umbúðir, pappír, plast, gler og málma, ásamt sambærilegum úrgangi frá smærri starfsemi. Sveitarfélög skulu einnig stefna að því að draga úr úrgangsmyndun, sérstaklega úrgangi sem fer til förgunar eða orkuvinnslu.
18.03.2025
Getum við bætt efni síðunnar?