Fara í efni

Júlíana, hátíð sögu og bóka 2025

21.03.2025
Fréttir

Júlíana, hátíð sögu og bóka fer fram dagana 20. - 22. mars. Hátíðin var fyrst haldin árið 2013 og er nú orðin rótgróin liður í lista- og menningarlífi Hólmara. Sem fyrr verður metnaðarfull dagskrá þar sem rithöfundar, ljóðskáld og fleiri listamenn stíga á stokk. Í ár er hátíðin haldin í tólfta sinn.

Líkt og áður tekur Grunnskólinn í Stykkishólmi þátt í hátíðinni en rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Bjarni Fritzson hafa unnið með nemendum sem munu stíga á stokk á hátíðinni undir handleiðslu rithöfundanna.

Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar en dagskrá hefur verið borin í öll hús í Hólminum. Einnig er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar á www.juliana.is

Hótel Egilsen, þar sem hjarta hátíðarinnar slær.
Getum við bætt efni síðunnar?