Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Hlutverk verkefnastjóra er að hafa umsjón með framkvæmd byggingarverkefna í eignarsjóði sveitarfélagsins og kemur að utanumhaldi verklegra framkvæmda í sveitarfélaginu. Verkefnastjóri ber ábyrgð á fjölbreyttum og umfangsmiklum verkefnum á eignasjóði sem stuðla að uppbyggingu og þróun mannvirkja sveitarfélagsins ásamt aðkomu að öðrum verklegum framkvæmdum og verkefnastjórn í þjónustumiðstöð.
Starfið krefst góðrar samvinnu og samstarfs við stjórnendur og starfsmenn sveitarfélagsins, stofnanir þess, sem og íbúa, iðnaðarmenn, verktaka, opinbera aðila og aðra er málið varðar. Verkefnastjóri framkvæmda og eigna er að öðru leyti ábyrgur fyrir rekstri og framkvæmd verkefna sem heyrir undir starfssvið hans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og ábyrgð á framkvæmd byggingarverkefna og öðrum verkefnum eignasjóðs.
- Dagleg verkstjórn starfsmanna og ábyrgð á rekstri og framkvæmd verkefna sem heyrir undir starfssvið hans.
- Kemur að verkstýringu í þjónustumiðstöð og ber ábyrgð á samhæfingu verkefna milli eignasjóðs, hafnar og áhaldahúss.
- Gerð verk- og kostnaðaráætlana.
- Yfirábyrgð og sinnir viðhaldi og viðgerðum á mannvirkjum og stjórnar viðhalds- og nýframkvæmdum mannvirkja, þ.m.t. gerð viðhaldsáætlana.
- Ber ábyrgð á gerð verk- og kostnaðaráætlana, útboðsgagna og samninga við verktaka og hönnuði.
- Kemur að skipulagi, samskiptum og umsjón með vetrarþjónustu sveitarfélagsins.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmeistararéttindi skv. 32. laga um mannvirki nr. 160/2010 eða sambærileg menntun.
- Að lágmarki 5 ára starfsreynsla sem iðnaðarmaður með áherslu á viðgerðir á mannvirkjum
- Góð þekking á íslenskum byggingarreglugerðum og stöðlum
- Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
- Ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Framúrskarandi skipulagshæfni
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og nákvæmni við skráningu gagna
- Fagleg samskipti og metnaður til að vinna vel í teymi
- Hreint sakavottorð.
- Góð íslenskukunnátta
Laun taka mið starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2025. Æskilegt er að sá einstaklingur sem ráðinn verður geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri, í síma 433-8100, og umsóknum skal skilað á netfangið radning@stykkisholmur.is.