Fara í efni

Félags- og skólaþjónusta auglýsir eftir félagsráðgjafa

20.03.2025
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða félagsráðgjafa eða einstakling með sambærilega menntun sem nýtist í starfi
Um er að ræða 100% stöðugildi, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða þverfaglega vinnu þvert á Snæfellsnes.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með málaflokki fatlaðs fólks
  • Þverfagleg teymisvinna
  • Almenn félagsráðgjöf
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem félagsráðgjafi
  • Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæði í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Laun skv. kjarasamningum félagsráðgjafa

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingveldur Eyþórsdóttir, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, í síma 430-7800 eða ingveldur@fssf.is

Skriflegar umsóknir þar sem fram kemur menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði og nöfnum umsagnaraðila berist skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netfangið ingveldur@fssf.is

Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðunni www.fssf.is

Umsóknarfrestur er til 2.apríl 2025

Getum við bætt efni síðunnar?