Snæfellingar fá Hamar í heimsókn
Snæfell fær Hamar í heimsókn í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum 1. deildar, þriðjudaginn 1. apríl. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöð Stykkishólms kl. 19:15. Hamborgarasala hefst kl. 18:45 og því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að taka kvöldverðinn í stúkunni.
Liðin áttust við síðastliðin laugardag og lauk leiknum með naumum sigri Hamars, það má því búast við mikilli baráttu í leiknum á morgun.
Snæfellingar eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og hjálpa strákunum að jafna einvígið.
Til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þarf að sigra þrjá leiki. Það er því um mikilvægan leik að ræða fyrir okkar menn.
Áfram Snæfell.