Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Þá er fyrsta vikan af þessu skólaári liðin. Nýja skipulagið hefur gengið vel.
28.08.2020
Göngum í skólann
Fréttir

Göngum í skólann

Skólasetning Grunnskólans í Stykkishólmi fór fram sl. föstudag og hefðbundin kennsla hófst í morgun. Nú í upphafi nýs skólaárs stendur ÍSÍ fyrir átakinu göngum í skólann. Árlega taka milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í átakinu með einum eða öðrum hætti. Göngum í skólann 2020 hefst 2. september en hægt verður að skrá sig til leiks meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 7. október næstkomandi.
24.08.2020
Ný leiktæki rísa
Fréttir

Ný leiktæki rísa

Búið er að setja upp ný leiktæki á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi, um er að ræða klifurnet og kastala með tveimur rennibrautum. Þá verða fleiri leiktæki sett upp á Garðaflöt á næstu dögum. Staðsetning og val á tækjum er í samræmi við íbúasamráðsverkefni Stykkishólmsbæjar. Markmið verkefnisins var m.a. að fá íbúa til samráðs um skipulag og útfærslu leikvalla í bænum.
20.08.2020
Reykjavíkurmaraþon í Stykkishólmi
Fréttir

Reykjavíkurmaraþon í Stykkishólmi

Fjöldi Hólmara skráðu sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram átti að fara nk. laugardag Hlaupið hefur verið stór viðburður í Reykjavík undanfarin ár en í samræmi við tilmæli Almannavarna var ákveðið að aflýsa viðburðinum í ár, þrátt fyrir það voru hlauparar hvattir til að halda áfram að safna fyrir góðum málefnum og hlaupa sína vegalengd á laugardaginn kemur. Þá hyggst hópur fólks hlaupa fyrir Berglindi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi.
19.08.2020
Fjölnota heynet í stað plastpoka
Fréttir

Fjölnota heynet í stað plastpoka

Vinnuskólinn gerir nú tilraunir til að minnka notkun plastpoka með því að nota heynet til að fjarlægja gras af túnum bæjarins. Þessar tilraunir eru ekki nýjar á nálinni þar sem Vinnuskólinn hefur reynt aðrar lausnir með fjölnota poka en ekki gengið sem skildi
11.08.2020
Leikskólastarf hafið á ný
Fréttir

Leikskólastarf hafið á ný

Starfsemi leikskólans í Stykkishólmi hófst á ný eftir sumarfrí mánudaginn 10. ágúst. Ekki var annað að sjá en börnin væru ánægð með að mæta aftur í leikskólann eftir mánaðarfjarveru.
11.08.2020
Starfsfólk óskast í helgarvinnu á Dvalarheimilið
Fréttir

Starfsfólk óskast í helgarvinnu á Dvalarheimilið

Dvalarheimili aldraðra óskar eftir að ráða starfsfólk í helgarvinnu og ?kvöldstubba? í vetur. Tilvalið fyrir skólafólk.
11.08.2020
Varðandi COVID-19 sýnatöku
Fréttir

Varðandi COVID-19 sýnatöku

Tilkynning frá HVE í Stykkishólmi varðandi COVID-19 sýnatöku: Einkennalausir ? Ef viðkomandi er einkennalaus en óskar eftir sýnatöku þá þarf að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna í síma 520-2800 sem sér um sýnatöku fyrir Íslenska erfðagreiningu. Ekki er boðið upp á sýnatöku á heilsugæslum fyrir einkennalausa. Möguleg einkenni ? Skoða www.covid.is og fara yfir möguleg einkenni miðað við lýsingu á einkennum þar. Hafa svo samband við Læknavaktina í síma 1700 eða í gegnum heilsuvera.is og þar er metið hvort þörf er á sýnatöku. Ef búið er að meta þar að viðkomandi þurfi í sýnatöku þá er hún gerð hjá heilsugæslunni í Stykkishólmi þriðjudaga og föstudaga kl. 9-9:30 og viðkomandi þarf að bóka tíma í sýnatöku í síma 432-1200.
06.08.2020
Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020
Fréttir

Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020

Þar sem COVID-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga og í ljósi hvatningar landlæknis til hjúkrunarheimila teljum við nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar heimilismenn og starfsfólk. Frá og með 30. júlí, óskum við eftir því að heimsóknir verði takmarkaðar - Biðlað er til heimilismanna og aðstandenda að skipulegga heimsóknir þannig að ekki verði um að ræða fleiri en 1 -2 aðstandendur í einu í heimsókn til hvers og eins.
30.07.2020
Lausar lóðir til úthlutunnar við Hamraenda í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar lóðir til úthlutunnar við Hamraenda í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær auglýsir Hamraenda 4, 6 og 8 í Stykkishólmi lausar til úthlutunnar. Svæðið er skilgreint sem athafnarsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Hægt er að sameina allar lóðirnar í eina ef fyrirhuguð starfsemi þarfnast þess og skal það koma fram í umsókn.
23.07.2020
Getum við bætt efni síðunnar?