Varðandi COVID-19 sýnatöku
TILKYNNING FRÁ HVE Í STYKKISHÓLMI VARÐANDI COVID-19 SÝNATÖKU:
Einkennalausir ? Ef viðkomandi er einkennalaus en óskar eftir sýnatöku þá þarf að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna í síma 520-2800 sem sér um sýnatöku fyrir Íslenska erfðagreiningu. Ekki er boðið upp á sýnatöku á heilsugæslum fyrir einkennalausa. Ef búið er að meta þar að viðkomandi þurfi í sýnatöku þá er hún gerð hjá heilsugæslunni í Stykkishólmi þriðjudaga og föstudaga kl. 9-9:30 og viðkomandi þarf að bóka tíma í sýnatöku í síma 432-1200.
Möguleg einkenni ? Skoða www.covid.is og fara yfir möguleg einkenni miðað við lýsingu á einkennum þar. Hafa svo samband við Læknavaktina í síma 1700 eða í gegnum heilsuvera.is og þar er metið hvort þörf er á sýnatöku.