Fara í efni

Ný leiktæki rísa

20.08.2020
Fréttir

Búið er að setja upp ný leiktæki á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi, um er að ræða klifurnet og kastala með tveimur rennibrautum. Þá verða fleiri leiktæki sett upp á Garðaflöt á næstu dögum. Staðsetning og val á tækjum er í samræmi við íbúasamráðsverkefni Stykkishólmsbæjar. Markmið verkefnisins var m.a. að fá íbúa til samráðs um skipulag og útfærslu leikvalla í bænum.

Samráð við íbúa

Samráðið var viðamikið og hófst með nemendumgrunnskólans. Þar að auki var verkefnið kynnt sérstaklega fyrir starfsfólkigrunn- og leikskóla og stýrihóp þar sem sátu tengiliðir mikilvægrahagsmunahópa. Gengið var m.a. í hús og verkefnið kynnt sérstaklega fyrir íbúumaf erlendum uppruna til að kalla fram þeirra hugmyndir. Auk þess hefur mikiðsamráð áður átt sér stað hvað leikvelli varðar, í umhverfisgöngu bæjarstjórasem fór fram í ágúst 2019 voru leikvellir títt nefndir, árið 2012 var unninskýrsla um framtíðarskipulag gönguleiða og leikvalla í Stykkishólmi semreyndist einnig góður grunnur að þessu verkefni og var einnig unnið meðábendingar frá Rólóvinafélaginu. Þá var netkönnun sett í loftið dagana 9. - 23.mars 2020.

Staðsetning leikvalla

Samkvæmt niðurstöðum verkefnisins má ætla aðHólmarar séu sáttir við staðsetningu leikvalla bæði við Skúlagötu og Lágholt.Leitast var eftir hugmyndum að staðsetningu fyrir minni leikvell og var þá mesturáhugi á flötunum, einnig var töluverður áhugi á Hólmgarðinum, Áskinn,Silfurgötu, tjaldsvæði og bankatúni. Í kjölfarið var haft samband við íbúa áflötunum til að kanna nánar þeirra álit á staðsetningum, þar var áberandimeirihluti sem vildi fá leikvöll á opnu svæði á Garðaflöt sem varð þvíniðurstaðan.

Getum við bætt efni síðunnar?