Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Læstar dyr St.Franciskusspítala vegna Covid-19
Fréttir

Læstar dyr St.Franciskusspítala vegna Covid-19

Allir inngangar St.Franciskusspítala, HVE Stykkishólmi eru nú læstir. Þeir sem eiga pantaðan tíma eru beðnir um að hringja bjöllu í anddyri spítalans og gefa upp erindið. Þetta á við um tíma hjá heilsugæslulækni, hjúkrunarfræðingi á heilsugæslu, sjúkraþjálfun, blóðprufur, ungbarnaeftirlit (einn fylgdarmaður leyfður) og fleira.
07.04.2020
Aukið öryggi
Fréttir

Aukið öryggi

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hafa nýverið lokið við að setja upp girðingu við Aðalgötu fyrir utan hótel Egilsen. Girðingin var sett upp til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, þarna var fallhætta og bárust meðal annars athugasemdir vegna þessa í umhverfisgöngu bæjarstjóra sem fram fór síðla sumars á síðasta ári.
06.04.2020
Atvinnuráðgjöf í fjarfundi
Fréttir

Atvinnuráðgjöf í fjarfundi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV býður upp á ráðgjöf í fjarfundi í stað þess að mæta á skrifstofu Stykkishólmsbæjar nk. miðvikudag, 6. apríl
03.04.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Núna er okkur stjórnendum efst í huga þakklæti til starfsfólks okkar sem hefur gert okkur kleift að vera með eins óskert skólastarf og raun ber vitni.
03.04.2020
Leikskólinn lokaður í dymbilviku
Fréttir

Leikskólinn lokaður í dymbilviku

Stykkishólmsbær hefur ákveðið að leikskólinn verði lokaður í dymbilviku 6., 7. og 8. apríl. Álagið hefur verið mikið síðustu þrjár vikur og þykir skynsamlegt að lengja þann tíma sem páskafríið varir með það í huga að draga úr smitleiðum í samfélaginu. Samkvæmt neyðarstigi Almannavarna eru í gangi forgangslistar fyrir fólk í framvarðarsveitum. Þeir foreldrar sem telja sig eiga rétt og þurfa að nýta forgangslistana þessa daga hafa verið beðnir um að láta vita. Á fundi Almannavarna í gær, 1. apríl, kom í ljós að samkomubann verður framlengt út apríl, líklega með sömu takmörkunum á skólahaldi og verið hefur. Meðan á því stendur, geta foreldrar áfram tekið börnin sín úr leikskólanum og fengið gjöldin niðurfelld á móti. Foreldrar eru því beðnir um að láta vita sem fyrst, ef þeir ætla að nota þennan möguleika. Við þökkum fyrir ákaflega gott samstarf á þessum vikum, óskum öllum gleðilegra páska og hvetjum alla til að fara varlega og halda sig heima við.
02.04.2020
Starfsmönnum Snoppu óheimilt að fara höndum um sorp
Fréttir

Starfsmönnum Snoppu óheimilt að fara höndum um sorp

Starfsmönnum á gámastöðinni Snoppu er nú óheimilt að handfjatla sorp, er þetta liður í því að sporna við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.
31.03.2020
Auglýsing um skipulag
Fréttir

Auglýsing um skipulag

Breyting á deiliskipulagi hesthúsasvæðis við Fákaborg Stykkishólmi. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis við Fákaborg í Stykkishólmi, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.03.2020
Þakklætisvottur
Fréttir

Þakklætisvottur

Allt starfsfólk grunnskólans fékk þennan fallega þakklætisvott frá Stykkishólmsbæ fyrir að standa vaktina á þessum óvenjulegu tímum.
27.03.2020
Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni
Fréttir

Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur
26.03.2020
Tæpar 14 milljónir í styrk til uppbyggingar ferðamannastaða
Fréttir

Tæpar 14 milljónir í styrk til uppbyggingar ferðamannastaða

Fyrr í þessum mánuði gerðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
25.03.2020
Getum við bætt efni síðunnar?