Fjölnota heynet í stað plastpoka
Vinnuskólinn gerir nú tilraunir til að minnka notkun plastpoka með því að nota heynet til að fjarlægja gras af túnum bæjarins. Þessar tilraunir eru ekki nýjar á nálinni þar sem Vinnuskólinn hefur reynt aðrar lausnir með fjölnota poka en ekki gengið sem skildi. Heynetin hafa þann kost að lofta vel auk þess sem auðvelt er að þrífa netin. Þau ættu því síður að mygla og lykta illa eins og vill gerast með lokaða poka. Þetta verkefni er einn af fjölmörgum liðum Stykkishólmsbæjar í því að minnka kolefnisfótspor sveitarfélagsins og takmarka notkun á einnota plasti.