Fara í efni

Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020

30.07.2020
Fréttir

Þar sem COVID-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga og í ljósi hvatningar landlæknis til hjúkrunarheimila telja stjórnendur Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi nauðsynlegt að bregðast við til að vernda heimilismenn og starfsfólk.
Frá og með 30. júlí er óskað eftir því að heimsóknir verði takmarkaðar - er biðlað er til heimilismanna og aðstandenda að skipulegga heimsóknir þannig að ekki verði um að ræða fleiri  en 1 -2 aðstandendur í einu í heimsókn til hvers og eins.
HEIMSÓKNARREGLUR: 

  • Aðeins einn til tveir aðstandendur mega heimsækja íbúa hverju sinni. (Undanþága er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að fá leyfi stjórnenda)
  • Viðkomandi þarf að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
  • Við biðjum ykkur um að fara beint inn á herbergi til íbúans og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  • Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.
EFTIRFARANDI REGLUR GILDA ÁFRAM:

  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
  • Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.
  • Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og verður send út tilkynning um leið og einhver breyting verður.
Með vinsemd og ósk um skilning á aðstæðum
Stjórnendur Dvalarheimilisins

Getum við bætt efni síðunnar?