Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hundaeigendur athugið
Fréttir

Hundaeigendur athugið

Af gefnu tilefni minnir Stykkishólmsbær á að lausaganga hunda í bæjarlandinu er með öllu óheimil skv. 15. gr. samþykktar um hundahald í Stykkishólmsbæ. Þá er eigendum og umráðamönnum hunda einnig skylt að gæta þess vel að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna, svo sem með stöðugu eða ítrekuðu ýlfri eða gelti. Einnig er minnt á að eigendum og umráðamönnum hunda er skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
12.10.2020
Hvatning inn í helgina ? förum varlega
Fréttir

Hvatning inn í helgina ? förum varlega

Enn vaxa fjöldatölur COVID-19 smitaðra á Íslandi, ástandið í Stykkishólmi er þó ennþá stöðugt. Í ljósi aukinna smita á landsvísu eru íbúar hvattir til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum, þvo hendur, spritta, halda fjarlægðartakmörkunum og notast við andlitsgrímur þar sem það er ekki hægt. Þá er fólk einnig hvatt til að forðast að koma saman að óþörfu og fylgjast áfram með þróun mála.
09.10.2020
Ráðhúsið lokað fyrir gestum
Fréttir

Ráðhúsið lokað fyrir gestum

Ráðhúsið í Stykkishólmi er nú tímabundið lokað fyrir gestum, um er að ræða varúðarráðstöfun vegna aukinna smita COVID-19 á landsvísu. Enn er þó óbreytt staða í Stykkishólmi.
09.10.2020
Tilmæli um að forðast óþarfa ferðalög á höfuðborgarsvæðið
Fréttir

Tilmæli um að forðast óþarfa ferðalög á höfuðborgarsvæðið

Enn hafa engin ný smit greinst í Stykkishólmi, tíu eru enn í einangrun en engin í sóttkví. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa ítrekað tilmæli sín vegna aukins fjöldi smita, einkum á höfuðborgarsvæðinu, vegna Covid-19 síðustu daga og aukið hafa líkur á veldisvexti í faraldrinum. Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga.
08.10.2020
Mismunandi einkenni COVID-19
Fréttir

Mismunandi einkenni COVID-19

Heilsugæslan hefur tekið saman töflu sem tekur mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu sem gott er að kynna sér.
07.10.2020
Enn er stöðugt ástand í Stykkishólmi - engin ný smit
Fréttir

Enn er stöðugt ástand í Stykkishólmi - engin ný smit

Undanfarna tíu daga hafa engin smit greinst í Stykkishólmi, enn eru þó 12 í einangrun en engin í sóttkví.
06.10.2020
Atvinnuráðgjöf í fjarfundi
Fréttir

Atvinnuráðgjöf í fjarfundi

Viðvera atvinnuráðgjafa Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi tekur mið af aðstæðum í samfélaginu og fer nú eingöngu fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnaðinn Zoom. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Atvinnuráðgjafi verður því ekki með viðveru í ráðhúsi Stykkishólms mánudaginn 5. október eins og skipulag gerði ráð fyrir.
05.10.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Það hefur gengið vel hjá okkur Hólmurum að ná tökum á smitum í bænum og er það gleðilegt. Við munum því fara aftur til baka í hefðbundið skólastarf á mánudaginn og verður kennt samkvæmt stundatöflu.
02.10.2020
Engin ný smit og tilslakanir í sjónmáli
Fréttir

Engin ný smit og tilslakanir í sjónmáli

Engin ný smit greindust í Stykkishólmi síðasta sólarhringinn og aflétting allra varúðarráðstafana því fyrirhuguð á mánudaginn. Greint var frá því í gær að ef fleiri smit greindust ekki utan sóttkvíar í Stykkishólmi væri gert ráð fyrir tilslökunum á áður auglýstum varúðarráðstöfunum á næstu dögum. ?Tvö sýni voru tekin í gær og reyndist hvorugt jákvætt. Engin sýni voru tekin í dag og því má gera ráð fyrir óbreyttu ástandi á morgun.
01.10.2020
Stöðugt ástand í Stykkishólmi - fækkar í sóttkví
Fréttir

Stöðugt ástand í Stykkishólmi - fækkar í sóttkví

Í gær fóru 12 einstaklingar í sýnatöku í Stykkishólmi og reyndist enginn þeirra smitaður. Tvö sýni voru tekin í fyrr í dag en enginn skráður í sýnatöku á morgun enn sem komið er. Það gefur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og gefur til kynna að við séum á réttri leið.
30.09.2020
Getum við bætt efni síðunnar?