Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Það er stór stund bæði fyrir foreldra og nemendur þegar einu skólastigi líkur og spennublandin tilhlökkun fyrir því sem tekur við í nýjum skóla. Á dögunum fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi. Vegna samkomubanns og tilmæla um að halda fjarlægð var útskriftin að þessu sinni í Stykkishólmskirkju þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.
08.06.2020
Sjómannadagurinn 2020
Fréttir

Sjómannadagurinn 2020

Hátíðarhöld í tengslum við sjómannadaginn hefjast snemma í Stykkishólmi. Á laugardagskvöldinu kl. 21:00 í gamla bænum (plássinu) verður söngpartí með sjómannalögum í flutningi heimamanna. Hólmarar eru hvattir til að mæta og taka rausnarlega undir.
03.06.2020
Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði
Fréttir

Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði

Leikhópurinn Lotta sýnir fjölskyldusöngleikinn Bakkabræður mánudaginn 8. júní í Hólmgarðinum í Stykkishólmi kl. 18:00.
03.06.2020
Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir íþróttakennara og dönskukennara.
03.06.2020
17. júní í Stykkishólmi
Fréttir

17. júní í Stykkishólmi

Óvissa hefur ríkt varðandi hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn vegna COVID-19 og þeirra fjöldatakmarka sem í gildi eru vegna faraldursins. Nú liggur þó fyrir að þjóðhátíðardagurinn, 17. júni, verður haldin hátíðlegur í Stykkishólmi að öllu óbreyttu.
29.05.2020
Sumarnámskeið Stykkishólmsbæjar
Fréttir

Sumarnámskeið Stykkishólmsbæjar

Í sumar verður boðið upp á leikjanámskeiðið fyrir 1.-3. bekk líkt og síðustu ár og ævintýranámskeið fyrir 4.-7. bekk líkt og síðasta sumar. Á námskeiðunum er lögð áhersla á gleði og hreyfingu.
29.05.2020
Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslenskukunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.
28.05.2020
Ráðgjöf SSV
Fréttir

Ráðgjöf SSV

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa látið útbúa kynningarmyndband til að kynna enn frekar þá ráðgjöf sem samtökin bjóða upp á. Samtökin veita ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála.
28.05.2020
Frá mótun til muna - opnun laugardaginn 30. maí
Fréttir

Frá mótun til muna - opnun laugardaginn 30. maí

Farandsýninginin ,,Frá mótun til muna" opnar í Norska Húsinu laugardaginn 30. maí, kl. 14:00
26.05.2020
Öflug menningardagskrá á Vesturlandi í sumar
Fréttir

Öflug menningardagskrá á Vesturlandi í sumar

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Markaðsstofa Vesturlands (MV) ætla með stuðningi frá Sóknaráætlun Vesturlands að stuðla að öflugri menningardagskrá á Vesturlandi í sumar. Af því tilefni er kallað eftir skráningu á viðburðum og menningarstarfi sem er á döfinni í landshlutanum og haldnir verða á tímabilinu 1. júní ? 31. ágúst.
20.05.2020
Getum við bætt efni síðunnar?