Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
Birkilundur er nú þegar að hluta til byggt frístunda- og íbúðarhúsum. Svæðið er samtals 55,4 ha og tekur aðalskipulagsbreytingin til 9,4 ha. Með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir rekstrarleyfisskyld útleiguhús og svæði fyrir íbúðarbyggð er stækkað um 6,6 ha og landbúnaðarsvæði og frístundabyggð minnkað sem því nemur.
Í deiliskipulaginu eru settir fram skilmálar fyrir 16,2 ha íbúðarbyggð með 16 lóðum, 36,4 ha frístundabyggð með 39 lóðum og 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir 15 rekstrarleyfisskyld útleiguhús.
Tillögurnar eru aðgengilegar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is og í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Athugasemdafrestur er til og með 13. nóvember og er eingöngu tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina (aðalskipulagsbreyting nr. 120/2024 og deiliskipulag nr. 941/2023).
Opið hús verður þriðjudaginn 8. október nk. í Ráðhúsinu í Stykkishólmi frá kl. 17:00 til 18:00 þar tækifæri gefst til þess að kynna sér tillögurnar.
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson
bæjarstjóri
Hægt er að kynna sér tillögurnar hér: