Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit hafa sameinast um uppbyggingarverkefni innan stjórnsýslu og stofnað nýtt svið umhverfis- og skipulagsmála. Leitað er eftir öflugum liðsmönnum í teymi til að leiða starfsemi sviðsins. Starfsstöðvar verða í Stykkishólmi og Grundarfirði.
SVIÐSSTJÓRI UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁLALeitað er að kraftmiklum leiðtoga til að stýra nýju sviði og leiða þróun umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og yfirstjórn verklegra framkvæmda samstarfssveitarfélaganna.
Sviðsstjóri leiðir teymi starfsfólks sem fer með skipulags- og byggingarmál, verklegar framkvæmdir, eignaumsjón og önnur áhugaverð umhverfisverkefni og stjórnsýslu málaflokksins hjá samstarfssveitarfélögunum.
Helstu verkefni og ábyrgð sviðsstjóra:
- Ábyrgð á daglegri starfsemi í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum, verklegum framkvæmdum og eignaumsjón í samstarfssveitarfélögunum, rekstri sviðsins, áætlanagerð, mannauðsmálum og stjórnsýsluframkvæmd sviðsins.
- Leiðandi hlutverk í faglegri þróun þessa nýja sviðs og þátttaka í stefnumótun sveitarstjórnanna í framangreindum málaflokkum.
- Tryggir að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum sem varða viðfangsefni sviðsins sé framfylgt.
- Samstarf og ráðgjöf við fagnefndir sveitarfélaganna og bæjarstjóra/oddvita um verkefni sviðsins.
- Samskipti og fyrirsvar gagnvart íbúum, opinberum stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum um málefni sviðsins
- Umsjón með umhverfisverkefnum sveitarfélaganna, náttúruvernd, fegrun umhverfis og umhirðu, opnum svæðum, umferðar- og samgöngumálum, sorpmálum.
- Leiðir stafræna þróun og miðlun sveitarfélaganna á málefnasviðinu.
- Umsjón með stjórnsýslu framangreinda málaflokka.
Auglýsingin í heild sinni er birt á Alfred.is.
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI BYGGINGAR- EÐA SKIPULAGSMÁLA
Leitað er eftir kraftmiklum sérfræðingi á sviði byggingar- eða skipulagsmála sem verður staðgengill sviðsstjóra og þátttakandi í uppbyggingu sviðsins.
Helstu verkefni og ábyrgð sérfræðings:
- Sinnir annað hvort hlutverki skipulags- eða byggingarfulltrúa sveitarfélaganna.
- Vinnur að faglegu starfi sviðsins í samvinnu við sviðsstjóra, en undir sviðið heyra skipulags- og byggingarmál, verklegar framkvæmdir, eignaumsjón og umhverfisverkefni.
- Þátttaka í faglegri þróun þessa nýja sviðs.
- Samstarf og ráðgjöf við samstarfsfólk á sviðinu og eftir atvikum fagnefndir sveitarfélaganna og bæjarstjóra/oddvita um verkefni sviðsins.
- Samskipti við íbúa, opinberar stofnanir og aðra hagsmunaaðila um málefni sviðsins
- Ábyrgð á stjórnsýsluframkvæmd innan skilgreinds starfssviðs sem verður mótað nánar við uppbyggingu sviðsins, sem sérfræðingur mun taka þátt í.
Auglýsingin í heild sinni er birt á Alfred.is.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM STÖRFIN VEITA:
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, jakob@stykkisholmur.is, s. 433 8100
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, bjorg@grundarfjordur.is, s. 430 8500
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 17. MAÍ 2021.
Umsóknir ásamt fylgigögnum skal skilað í ráðningakerfi Alfreðs - alfred.is, en hér fyrir neðan eru hlekkir á auglýsingar um störfin í ráðningakerfi Alfreðs: