Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tónleikar frá Stykkishólmskirkju heim í stofu
Fréttir

Tónleikar frá Stykkishólmskirkju heim í stofu

Í kvöld, 22. desember kl. 20:30, er boðið til jólatónleika heima í stofu. Tónleikarnir fara fram í Stykkishólmskirkju en verða aðgengilegir á YouTube rás Stykkishólmsbæjar. Fyrir tónleikunum stendur Gerður Silja Kristjánsdóttir með aðstoð þeirra sem fram koma á tónleikunum, en fram koma Hólmarar úr ýmsum áttum.
22.12.2020
Jóla- og nýárskveðjur
Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur

Stykkishólmsbær óskar Hólmurum og Snæfellingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
21.12.2020
Best skreytta húsið í Stykkishólmi
Fréttir

Best skreytta húsið í Stykkishólmi

Líkt og hefð hefur skapast fyrir eru veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi fyrir jólin. Níundi bekkur grunnskólans sá um valið og var það fjölskyldan að Hjallatanga 26 sem hlaut viðurkenninguna þetta árið. Við óskum þeim innilega til hamingju.
21.12.2020
Lóðin Áskinn 6 laus til umsóknar
Fréttir

Lóðin Áskinn 6 laus til umsóknar

Lóðin Áskinn 6 er auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er 10 dagar. Á lóðinni er heimilt að byggja einbýlishús, parhús eða þríbýli á einni hæð. Þar sem ekki er til gildandi deiliskipulag af svæðinu ber að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.12.2020
Vikupóstur stjórnenda grunnskólans
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda grunnskólans

Kæru foreldrar, forráðamenn, starfsfólk og aðrir velvildarmenn. Við stjórnendur óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
18.12.2020
Aðdragandi jóla í Stykkishólmi
Fréttir

Aðdragandi jóla í Stykkishólmi

Á aðventunni hafa margar hefðir fest sig í sessi hér í Stykkishólmi eins og víðar. Ljóst er þó að jólin í ár verða að einhvejru leyti frábrugðin því sem vant er sökum aðstæðna. Engu að síður eru fjölmargir möguleikar á því að gleðjast saman og njóta aðventu og jóla.
18.12.2020
Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum
Fréttir

Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum

Vegna sérstakra aðstæðna samþykkti bæjarstjórn á síðasta fundi sínum, 10. desember, að veittur verði tímabundinn 90% afsláttur á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2021 á tilteknum lóðum í Stykkishólmsbæ og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2021. Skal umsækjandi greiða 75.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
17.12.2020
Jól og áramót á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi
Fréttir

Jól og áramót á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

Dvalarheimilið í Stykkishólmi vekur athygli á heimsóknarreglum yfir hátíðarnar og skilar jólakveðju.
17.12.2020
Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar næstu helgi
Fréttir

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar næstu helgi

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember nk. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar.
15.12.2020
Lóðin Hamraendi 12 laus til umsóknar - auglýsing
Fréttir

Lóðin Hamraendi 12 laus til umsóknar - auglýsing

Lóðin Hamraendi 12 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 22. desember 2020.
11.12.2020
Getum við bætt efni síðunnar?