Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stykkishólmsbær fær styrk til gerðar söguleiðar um Búðanes og Hjallatanga
Fréttir

Stykkishólmsbær fær styrk til gerðar söguleiðar um Búðanes og Hjallatanga

Á dögunum var tilkynnt um úthlutaða styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og þar var tilkynnt að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðanes og Hjallatanga á árunum 2021-2023 með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst. Verkefnið er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðanesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
15.03.2021
Laust starf verkefnastjóra við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi
Fréttir

Laust starf verkefnastjóra við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra við Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi sinnir rannsóknum á sjófuglum á Breiðafirði og Snæfellsnesi, einkum æðarfugli. Rannsóknasetrið hefur aðsetur í Ráðhúsi Stykkishólms.
15.03.2021
Stykkishólmsbær krefst aðgerða af hálfu samgönguyfirvalda
Fréttir

Stykkishólmsbær krefst aðgerða af hálfu samgönguyfirvalda

Stykkishólmbær hefur ítrekað bent á að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og jafnframt gert athugasemdir við að í ferjunni sé einungis ein aðalvélar með því óöryggi sem því fylgir. Atvik gærdagsins er enn ein áminningin um óboðlega stöðu sem við sem samfélag viljum ekki búa við og íbúar svæðisins sætta sig ekki við. Við þessa stöðu verður ekki unað og krefst Stykkishólmsbær úrbóta strax.
12.03.2021
Vesturland í sókn ? Atvinnulífið á breytingaskeiði, hvað hefur gerst í kjölfar Covid-19?
Fréttir

Vesturland í sókn ? Atvinnulífið á breytingaskeiði, hvað hefur gerst í kjölfar Covid-19?

SSV boðar til fundar á Teams miðvikudaginn 17. mars kl. 09:00-10:00. Á fundinum mun Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG fara yfir breytingar í atvinnulífi á Vesturlandi undanfarin tvö ár með hliðsjón af sviðmyndagreiningu um framtíð atvinnulífs á Vesturalandi sem birt var síðla árs 2019. Í skýrslu sem gefin var út undir heitinu Atvinnulíf á Vesturlandi árið 2040 voru birtar fjórar sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040, er einhver þessara sviðsmynda að rætast ?
12.03.2021
Íbúafundur um deiliskipulag í miðbæ Stykkishólms og Fjöregg í Súgandisey
Fréttir

Íbúafundur um deiliskipulag í miðbæ Stykkishólms og Fjöregg í Súgandisey

Íbúafundur um deiliskipulag í miðbæ Stykkishólms og Fjöregg í Súgandisey verður haldinn í sal Amtsbókasafnsins við Borgarbraut 6, miðvikudaginn 17. mars kl. 17.00. Fundinum verður jafnframt streymt beint á streymisveitu Stykkishólmsbæjar.
11.03.2021
Stykkishólmsbær fær 25 milljónir í styrk til uppbyggingar í Súgandisey
Fréttir

Stykkishólmsbær fær 25 milljónir í styrk til uppbyggingar í Súgandisey

Í gær var úthlutað styrkjum úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Stykkishólmsbær fékk þar úthlutað kr. 24.950.000 til deiliskipulags og gerð útsýnissvæðis á Súgandisey sem er sérstakt áherslu- og forgangsverkefni Áfangastaðaáætlunar Vesturlands. Efnt var til samkeppni um útsýnissvæðið á síðasta ári og var tillagan Fjöregg hlutskörpust í keppninni.
10.03.2021
Niðurstöður skoðanakönnunar á Snæfellsnesi um umhverfi og samfélag
Fréttir

Niðurstöður skoðanakönnunar á Snæfellsnesi um umhverfi og samfélag

Niðurstöður skoðanakönnunar á Snæfellsnesi um umhverfi og samfélag hafa verið birtar. Meginspurningar könnunarinnar snerust um umhverfismál annars vegar og samfélagsmál hins vegar, þ.e. hvaða atriði innan þessara málefna íbúum fannst skipta mestu máli og að sveitarfélögin ættu að leggja áherslu á.
10.03.2021
Malbikun Akureyrar á Snæfellsnesi
Fréttir

Malbikun Akureyrar á Snæfellsnesi

Malbikun Akureyrar verður á Snæfellsnesi 20.07.21 - 15.08.21.
09.03.2021
Snyrting trjágróðurs í Stykkishólmi
Fréttir

Snyrting trjágróðurs í Stykkishólmi

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Garðeigendur í Stykkishólmi eru hvattir til að klippa og snyrta allan gróður á lóðarmörkum, svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti, götumerkingar né dragi úr götulýsingu, og jafnframt að huga almennt að garðinum öllum og nánasta umhverfi. Þannig getum við öll hjálpast að við að hafa bæinn okkar enn snyrtilegri og fallegri.
09.03.2021
Samtal og samstarf í ferðamálum á Vesturlandi
Fréttir

Samtal og samstarf í ferðamálum á Vesturlandi

Starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands leggur land undir fót og heimsækir svæðin á næstu dögum. Þau verða í Ráðhúsi Stykkishólms fimmtudaginn 4. mars kl 17:00. Kynnt verður Áfangastaðaáætlun Vesturlands og áhersluverkefni ferðamála 2021-2023. Allir velkomnir að mæta og eiga samtal um samstarf og samvinnu.
03.03.2021
Getum við bætt efni síðunnar?