Fara í efni

Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi - Útboð

19.05.2021
Fréttir

Arkís arkitektar ehf. fyrir hönd Stykkishólmsbæjar óska eftir tilboðum í viðbyggingu við leikskólann í StykkishólmiUm er að ræða viðbyggingu við núverandi leikskóla sem er á einni hæð. Núverandi leikskóli er með þremur deildum og er nú verið að bæta við fjórðu deildinni. Verkefnið felst í því að fullbyggja nýju deildina að innan sem utan með innréttingum og öllum tilheyrandi frágangi og skila deildinni tilbúinni til notkunar.

Helstu stærðir eru:

  • Grunnflötur viðbyggingar: 72 m² nettó.
  • Gröftur 150 m³
  • Fyllingar 95 m³
  • Bendistál 4300 kg
  • Steinsteypa 55 m³
  • Mótafletir 437 m²
  • Frágangur útveggja 160 m²
  • Þakfrágangur 73 m²
  • Innréttingar 14 stk.
  • Loftaklæðningar 72 m²
  • Gólfefni 72 m²
  • Léttir veggir 23 m²

Verkinu skal að fullu lokið 28.02.2022.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt með tölvupósti. Senda skal ósk um gögn á tölvupóstfangið arkis@ark.is með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og síma.
Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu Stykkishólmsbæjar eigi síðar en mánudaginn 7. júní kl. 09:00 og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Getum við bætt efni síðunnar?