Fara í efni

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi á reit austan við Aðalgötu í miðbæ Stykkishólms

18.05.2021
Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi þann 12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Reiturinn er um 1,7 ha að stærð og  er skilgreindur sem íbúðasvæði, miðsvæði og athafnasvæði í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 m.s.br.
Svæðið afmarkast af Víkurgötu og Aðalgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa sem standa við Skúlagötu til austurs. Markmið skipulagstillögunnar er að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina og þá fallegu bæjarmynd sem fyrir er í Stykkishólmi.
Enn fremur er gerð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stykkishólmur  miðbær samþykkt 28.08 2003 m.s.br., þar sem að deiliskipulagsmörk færast til við Aðalgötu og hluti þess fellur úr gildi og verður innan deiliskipulagsmarka nýju tillögunnar.
Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og breytingin á deiliskipulagi Stykkishólmur miðbær verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hafnargötu 3, á opnunartíma klukkan 10 -15, frá 19. maí til og með 30. maí 2021.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. 
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is, eigi síðar en 30. júní 2021.  

(Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá dæmi um hús sem gæti risið við Aðalgötu í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Athugið að myndin er eingöngu sett fram sem dæmi)
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA SKÝRINGARUPPDRÁTT MEÐ DEILISKIPULAGI FYRIR MIÐBÆ STYKKISHÓLMS AUSTAN AÐALGÖTU

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA SKILMÁLA MEÐ DEILISKIPULAGI FYRIR MIÐBÆ STYKKISHÓLMS AUSTAN AÐALGÖTU

Getum við bætt efni síðunnar?