Fara í efni

Aukaleikarar óskast í Stykkishólmi

20.05.2021
Fréttir

Í byrjun júnímánaðar hefjast upptökur á kvikmyndinni Woman at sea. Upptökur fara að mestu fram í Ólafsvík en einnig veður tekið upp í Stykkishólmi í byrjun júní, gert er ráð fyrir að upptökur á myndinni munu standa yfir í júní og júlí.

Framleiðendur myndarinnar óska nú eftir aukaleikurum fyrir tökur í Stykkishólmi þann 1. júní nk.

Óskað er eftir 12 manns í stutta senu þar sem ferjan kemur í land og farþegar hennar ganga í land.
Einstaklinga vantar m.a. í eftirfarandi hlutverk:

  • 2 ferðamenn á hjólum: Þessir einstaklingar geta verið á aldursbilinu 25-45 ára. Framleiðendur útvega hjólin.
  • 2 sjómenn: Menn á leið heim eftir túr. Tveir vinir á hvaða sjómannsaldri sem er. 
  • Ungt par (18-30 ára sirka): gætu einnig verið tveir vinir. 
  • 2 starfsmenn um borð í Ferjunni

Áhugasamir geta sent póst á aukaleikararwas@gmail.com, með nýlegri mynd af sér og símanúmeri, einnig er fólk beðið um að tilgreina aldur.

Nánar um Woman at sea

Kvikmyndin er gerð eftir margverðlaunaðri franskri bók sem fjallar um franska ævintýrakonu sem ákveður að hefja nýtt líf sem sjómaður í karllægum heimi á norðurhjara veraldar. Þar þarf hún að takast á við líkamlegt erfiði og náttúröflin á sama tíma og hún horfist í augu við sjálfa sig og sigrast á eigin ótta.

Getum við bætt efni síðunnar?