Fara í efni

Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólastjóra grunnskóla og deildarstjóra tónlistarskóla í Stykkishólmi

12.05.2021
Fréttir
Þóra Margrét Birgisdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og mun hún taka til starfa 1. ágúst 2021. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari við skólann í rúm 11 ár, bæði á mið- og unglingastigi og sinnt hlutverki árgangastjóra síðustu tvö árin. Áður starfaði hún sem deildarstjóri á yngstu deild Leikskólans Sæborgar.  Þóra Margrét er með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands, tómstunda- og félagsmálafræði frá sama skóla og hún hefur verið í upplýsingatækninámi við Háskólann á Akureyri í vetur. 

Kristjón Daðason hefur verið ráðinn deildarstjóri Tónlistarskóla Stykkishólms og mun hann taka til starfa 1. ágúst 2021. Kristjón er tónlistarkennari við Skólahljómsveit Mosfelllsbæjar. Hann kennir á öll málmblásturshljóðfæri, trommusett og hljómsveitastjórnun. Hann hefur verið virkur í tónfundarhöldum og tónleikahaldi. Hann starfaði áður sem tónlistarkennari við Skólahljómsveit Grafarvogs og stýrði Skólahljómsveit Grafarvogs, en hún er ein af fjórum skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar. Hann bar þar ábyrgð á rekstri, skipulagi, starfsmannamálum og daglegri starfsemi hljómsveitarinnar. Kristjón er með mastersgráður í trompetleik, trompetkennslu og hljómsveitastjórnun frá Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku og BMus gráðu í klassískum trompetleik. Kristjón hefur setið í stjórn SÍSL (Samtök Íslenskra Skólalúðrasveita), stjórnað Brassbandi Reykjavíkur ofl. Kristjón er fæddur og uppalinn Hólmari og mun flytja ásamt fjölskyldu sinni og börnum í Hólminn í sumar. 

Við óskum Þóru Margréti og Kristjóni innilega til hamingju með störfin. 

            
Getum við bætt efni síðunnar?