Fara í efni

Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 ? 2022 um gististaði í íbúðarbyggð

18.05.2021
Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kynnir hér með, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, tillögu að aðalskipulagsbreytingu um gististaði á íbúðasvæðum í Stykkishólmsbæ. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð. 
Skipulagstillagan er birt á vef Stykkishólmsbæjar og liggur frammi á bæjarskrifstofu  Hafnargötu 3  til og með 9. júní 2021, þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar sem varða tillögugerðina. Tillagan er jafnframt send viðeigandi aðilum til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. 
Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 9. júní 2021 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is.
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar.

Getum við bætt efni síðunnar?