Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa laust til umsóknar
Leitað er að kraftmiklum skipulags- og umhverfisfulltrúa til að leiða þróun skipulags- og umhverfismála hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm. Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða sem heyra undir skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt því að hafa eftirlit og eftirfylgni með að verkefnum sé framfylgt. Skipulags- og umhverfisfulltrúi heyrir undir bæjarstjóra Stykkishólms. Hjá sveitarfélögunum er lögð áhersla faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu. Starfsaðstaða er í Ráðhúsi Stykkishólms.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða faglega þróun og stefnumótun í skipulags- og umhverfismálum
- Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulags- og umhverfismála
- Umsjón með skipulagsgerð og skipulagstillögum og sér um að gögn og málsmeðferð uppfylli ákvæði laga
- Eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum
- Umsjón með hönnunarverkefnum
- Samskipti og fyrirsvar gagnvart íbúum, opinberum stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum
- Umsjón með umhverfisverkefnum sveitarfélaganna, náttúruvernd og fagurri ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu
- Umsjón með verkefnum tengdum náttúru og uppbyggingu ferðamannastaða
- Undirbúningur og eftirfylgni skipulagsfunda
- Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni og undir embættið heyra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun og sérhæfing á sviði skipulagsmála sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
- Reynsla af skipulagsvinnu er kostur sem og þekking á lagaumhverfi og ferlum skipulagsmála
- Haldbær þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þjónustulund, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Fagmennska, samviskusemi og einlægur áhugi á málefnasviðinu
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta og færni í helstu forritum tengdum skipulagsvinnu