Fara í efni

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

04.11.2021
Fréttir

Framkvæmdir standa nú yfir á bílplani við íþróttamiðstöð Stykkishólms en þar mun rísa rafhleðslustöð fyrir bíla. Stykkishólmsbær hefur samið við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði.

Bæjarstjóra var falið af bæjarráði að vinna að því að hraða uppbyggingu hraðhleðsluinnviða í Stykkishólmi og stuðla að því að 150kw stöð verði sett upp í bænum. Á 248. fundi skipulags- og byggingarnefndar voru lagðar fram tillögur að staðsetningum á rafhleðslustöðvum fyrir bíla í landi bæjarins og taldi nefndin staðsetningu á bílaplani við íþróttamiðstöð Stykkishólms fremsta kost. Unnið er nú að uppsetningu í samræmi við tillögur nefndarinnar.

Stöðin verður þannig staðsett að hægt er að aka að henni beggja vegna og hlaða tvo bíla í einu. Gert er ráð fyrir að tveimur stöðvum verði bætt við í nánustu framtíð.

Getum við bætt efni síðunnar?