Fara í efni

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

19.11.2021
Fréttir

Fyrir skemmstu var sagt frá því unnið væri að uppsetningu á hraðhleðslustöð á planinu við íþróttamiðstöðina. Stöðin er nú komin upp og einungis smávægilegur frágangur sem eftir á að vinna. Stykkishólmsbær gerði samning við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði, sem var að mati skipulags- og byggingarnefndar heppilegasta svæði bæjarins fyrir hraðhleðslustöð.

Stöðin er þannig staðsett að hægt er að aka að henni beggja vegna og hlaða tvo bíla í einu. Gert er ráð fyrir að tveimur stöðvum verði bætt við í nánustu framtíð.

Hér að neðan má sjá myndir af framkvæmdum og uppkominni hleðslustöð.

Getum við bætt efni síðunnar?