Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 31. gr. skipulagslaga. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmst getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð.
Breytingartillagan er til sýnis á heimasíðu Stykkishólmsbæjar og í ráðhúsi bæjarins, Hafnargötu 3, frá 12. nóvember til 30. desember 2021.
Frestur til að gera athugasemdir er til og með 30. desember 2021. Þær skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is.
Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 má sjá hér.
Stykkishólmi, 12. nóvember 2021.
f.h. Stykkishólmsbæjar,
Kristín Þorleifsdóttir
skipulagsfulltrúi