Fara í efni

Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum

12.11.2021
Fréttir

Líkt og síðustu ár verður margt í boði á Snæfellsnesi fyrir jólin og eins og í fyrra mun Svæðisgarðurinn gefa út aðventudagatal sem borið verður í hvert hús á Snæfellsnesi, dagatalið verður einnig aðgengilegt rafrænt. Aðventudagatalið varpar ljósi á viðburði, vörur og þjónustu og hvetur íbúa til að njóta og versla í heimabyggð. Þá eru fyrirtæki og félagasamtök hvött til að nýta sér þennan vettvang til að kynna það sem þau hafa fram að bjóða. 

Hægt er að skrá viðburði og kynna sér rafræna útgáfu dagatalsins hér.

Meðal viðburða sem framundarn eru í Stykkishólmi má nefna:

28. nóvember Jólabasar kvennfélagsins  28. nóvember Jólatónleikar kirkjukórsins 1. desember     Tendrun ljósa á jólatré í Hólmgarði     4. desember  Jólasleðinn kemur til byggða     7. desember  Kirkjuheimsókn skólanna, á skólatíma     8. desember   Jólaföndur á bókasafni  14. desember Jólasögustund á bókasafni 16. desember  Jólatónleikar Tónlistarskólans  16. desember Litlu jólin í leikskólanum  17. desember Litlu jólin í grunnskólanum  18. desember  Jólastemmning í Nýrækt - Skógræktarfélagið skreytir lund og selur kakó og tré. Lifandi tónlist. 20. desember  Skólabíó í Amtsbókasafni     23. desember  Friðarganga     31. desember  Áramótabrenna  6. janúar  Þrettándabrenna 

 

Getum við bætt efni síðunnar?