Fara í efni

Körfuboltavöllur í litum Snæfells

29.10.2021
Fréttir

Framkvæmdir við nýjan körfuboltavöll á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi hafa staðið yfir undanfarið og fjöldi fólks lagt hönd á plóg. Stór áfangi náðist nú í þessari viku þegar undirlag vallarins var lagt niður. Við blasir nú fagurblár körfuboltavöllur með rauðum teigum.

Uppbygging körfuboltavallarins er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Umf. Snæfells og er liður í því að efla íþróttastarf í Stykkishólmi. Völlurinn er 28 x 15m að stærð og upphitaður, á honum er 2 stórar körfur og 4 minni sem hægt er að spila á þvert á hvorum helmingi vallarins.

Enn er smávægilegur frágangur eftir en völlurinn verður formlega vígður þegar öllum frágangi er lokið.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?