Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson
Fréttir

Gunnhildur og Gísli slógu í gegn

Fulltrúar frá heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi sóttu í gær ráðstefnu um heyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri. Þar kynntu Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson það góða starf sem unnið er í heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi. Óhætt er að segja að kynningin frá okkar fólki hafi slegið í gegn á ráðstefnunni. Þau voru létt á því og smituðu salinn af gleði og hlátri, sem er einmitt lýsandi fyrir þeirra góða starf í heilsueflingunni. Hægt er að sjá erindið frá Gunnhildi og Gísla hér að neðan.
17.05.2023
Malbikað í Stykkishólmi 2019
Fréttir

Malbikunarflokkur í Stykkishólmi í sumar

Malbikun Akureyrar verður á Snæfellsnesi dagana 20. júlí til 5. ágúst í sumar. Fyrirtækið tekur að sér alla malbiksvinnu, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Nánari upplýsingar veita Baldvin, í síma 896-5332, og Jón, í síma 854-2211. Einnig er hægt að senda póst á netfangið jon@malbikun.is 
16.05.2023
Útboð - Gatnagerð í Stykkishólmi - Víkurhverfi
Fréttir

Útboð - Gatnagerð í Stykkishólmi - Víkurhverfi

Sveitafélagið Stykkishólmur, Veitur ohf., Rarik ohf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Stykkishólmi – 1. áfangi – Víkurhverfi, Gatnagerð og lagnir.
15.05.2023
Móttaka skemmtiferðaskipa á Snæfellsnesi – Vinnufundur 17. maí í Stykkishólmi
Fréttir

Móttaka skemmtiferðaskipa á Snæfellsnesi – Vinnufundur 17. maí í Stykkishólmi

Vinna í verkefninu um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi hefur gengið vel en nú er komið að síðasta vinnufundinum á hverjum stað. Dagana 15.-17. maí verða haldnir 90. mín. vinnufundur á hverju þjónustusvæði á Snæfellsnesi þar sem þátttakendur munu setja saman tillögur um hvert best er að vísa hópum á sínu svæði – þessi vinna er grunnur að leiðarvísi fyrir ferðaskipuleggjendur og fararstjóra að velja þá staði þar sem aðstaða er til staðar og gott er að koma með hópa.
15.05.2023
Mynd: Sumarliði Ásgeirsson
Fréttir

Komur skemmtiferðaskipa í Stykkishólm sumarið 2023

Hér að neðan má sjá lista yfir komur skemmtiferðaskipa til Stykkishólms í sumar. Gert er ráð fyrir 23 skemmtiferðaskipakomum í sumar.
12.05.2023
Hopp hjól í Stykkishólmi
Fréttir

Snæhopp segir upp samstarfi um Hopp hjól

Snæhopp ehf. hefur sagt upp þjónustusamningi sem gerður var við Sveitarfélagið Stykkishólm. Í erindi frá framkvæmdastjóra Snæhopp kemur fram að stjórn félagsins hafi talið nokkur ákvæði í þjónustusamningnum orðið pólitískari en til var ætlað. Það hafi dregið nafn og vörumerki Hopp inn í umræðu sem geti skekkt ímynd félagsins og því var ákveðið að rifta samningnum.
12.05.2023
Heimir ráðinn skólastjóri og Rannveig ráðin forstöðumaður miðstöðvar öldrunarþjónustu
Fréttir

Heimir ráðinn skólastjóri og Rannveig ráðin forstöðumaður miðstöðvar öldrunarþjónustu

Á 14. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms, þann 11. maí, samþykkti bæjarstjórn að ráða Heimi Eyvindarson í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Einnig var samþykkt að ráða Rannveigu Ernudóttir í nýja stöðu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Ákvarðanir bæjarstjórnar eru í báðum tilfellum byggðar á niðurstöðu ráðgjafa Attentus og hæfninefndar.
11.05.2023
Sigurbjörg Ottesen og Jakob Björgvon S. Jakobsson rita undir samninga.
Fréttir

Skrifað undir samninga um skólaþjónustu í Stykkishólmi

Í febrúarmánuði óskaði sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum með lögheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi skólaþjónustu, þ.e. leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, í ljósi þess að til stæði að loka Laugagerðisskóla sökum þess hve þungur rekstrarkostaður væri. Í dag, miðvikudaginn 10. maí, rituðu Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms, og Sigurbjörg Ottesen, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, undir þjónustusamninga um skólastarf.
10.05.2023
Málþing um menningarstefnu Vesturlands í Vatnasafni
Fréttir

Málþing um menningarstefnu Vesturlands í Vatnasafni

Menningarstefna Vesturlands var formlega samþykkt í byrjun árs 2021 og er hún í gildi til 2024. Er stefnan áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands. Að stefnunni komu fulltrúar níu sveitarfélaga á Vesturlandi auk fjögurra aðila starfandi í menningartengdum atvinnugreinum í landshlutanum. Stefnan er endurskoðun eldri menningarstefnu Vesturlands, en að þessu sinni var gerð að megináherslu að efla menningartengdar atvinnugreinar auk þess sem sérstök áhersla var lögð á menningu innflytjenda á Vesturlandi.
10.05.2023
Háskólalestin í Stykkishólmi 13. maí
Fréttir

Háskólalestin í Stykkishólmi 13. maí

Háskólalest Háskóla Íslands verður í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi laugardaginn 13. maí næstkomandi frá kl. 11 - 15. Megináherslan Háskólalestarinnar er að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Til viðbótar við námskeiðahald í skólum er efnt til mikillar vísindaveislu með sýnitilraunum, óvæntum uppgötvunum og uppákomum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
08.05.2023
Getum við bætt efni síðunnar?