Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu sveitarfélagsins
Boðað er til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október nk. undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Viðbúið er að ákveðin þjónusta á vegum sveitarfélagsins verði skert eða þyngri í vöfum að þeim sökum.
Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls næstkomandi þriðjudag. Konur og kvár sem geta munu þá leggja niður störf. Sveitarfélagið Stykkishólmur tekur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Það er jafnframt ekkert launungarmál að starfsemi sveitarfélagsins skerðist verulega án vinnuframlags kvenna. Sveitarfélagið mun ekki draga af launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu í samráði við sinn stjórnanda.
Skert starfsemi
Þjónusta sveitarfélagsins skerðist þriðjudaginn 24. október sem hér segir:
Leikskólinn í Stykkishólmi: Lokað
Grunnskólinn í Stykkishólmi: Opið frá 07:30-12:00 fyrir nemendur 1.-4. bekkjar
Regnbogaland: Lokað
Tónlistarskóli: Tímar Anastasiiu og Sylvíu falla niður
Amtsbókasafn: Lokað að því frátöldu að sýnt frá baráttufundinum á Austurvelli klukkan 14:00
Þjónusta Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar og Öldrunarmiðstöðvar verður að mestu óbreytt.