Fara í efni

Grenndargámar við Skúlagötu, Lágholt og Búðanes

26.10.2023
Fréttir

Grenndargámar hafa nú verið settir upp á þremur stöðum í Stykkishólmi. Í gámana má skila málmi, gler og textíl til endurvinnslu en gámarnir eru staðsettir við Skúlagötu, Lágholt og Búðanes. 

 Þessu má skila í grenndargámana:

  • Málmar: Litlir og hreinir málmhlutir eins og niðursuðudósir, krukkulok og sprittkertakoppar.
  • Gler: Hrein ílát og flöskur úr gleri (tappar og krukkulok mega ekki fara með gleri heldur skal flokka með plasti og málmi eftir sem við á).
  • Textíll: Allur textíll eins og fatnaður, lín og efnisbútar.

Hér að neðan má sjá myndir af grenndargámunum.

Grendargámar við Búðanes.
Getum við bætt efni síðunnar?