Óskahelgi í Hólminum
Dagana 26 .- 29. október fer fram óskahelgi í Stykkishólmi en þá bjóða Hólmarar til veislu fyrir öll skilningarvit. Meðal þess sem finna má á dagskrá helgarinnar er miðnætursund, flot, hugleiðsla, tónheilun, jóga, sýningar, sjósund, hlaup, matur og náttúruupplifanir. Það er félag atvinnulífs í Stykkishólmi sem stendur fyrir óskahelginni. Hér að neðan má sjá dagskránna:
Fimmtudagur 26. október
19:30 Mandala, Frúarstíg 7: Tónheilun.
Í tónheilun er leitast við að ná djúpri slökun innra með okkur í róuðu og afslöppuðu umhverfi. Tónheilun er liggjandi hugleiðsla þar sem víbrandi tónar skála og gongs hjálpa okkur að ná slökun og sleppa tökum á öllu því sem gagnast okkur ekki þá stundina. Hljóðbylgjurnar smjúga inn í frumurnar okkar og opna orkustöðvar líkamans sem gerir það að verkum að við komumst í betra jafnvægi og finnum frið innra með okkur. Leiðbeinandi Erla Björg Guðrúnardóttir. Tíminn er 60 mínútur. Vinsamlegast mætið ekki seinna en 19:20. Húsið opnar kl. 19:00.
Aðgangur ókeypis. Skráning á facebook hópnum: Mandala Stykkisholmur.
Föstudagur 27. október
17:10 Reiturinn: Opin Krossfit æfing í Reitnum, Reitarvegi 12.
18:00 Narfeyrarstofa: Pub Quz með Berglindi Þorbergs spurningastýru.
18:00-22:00 Íþróttamiðstöðin: Tru- Releaf á Íslandi verður með kynningu á kremi sem sýnt hefur fram á einstaka virni gegn bólgum, stirðum liðamótum, gigtaverkjum og fleiru. Kremið flýtir fyrir endurheimt í íþróttum.
19:15 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - ÍA mfl. kk.
21:00-23:00 Sundlaugin: Miðnætursund, ljúffengur drykkur, tónlist, hreyfing og notaleg stemning. Öll velkomin Við minnum á að í heitupottunum er „heilsuvatn“ sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði. Vatnið hefur fengið vottun frá þýsku stofnunni, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns og umhverfisvottun.
Laugardagur 28. október – Fyrsti vetrardagur
09:00 Reiturinn: Opin Krossfit æfing í Reitnum, Reitarvegi 12.
11:00-12:30 Speglasalur í Íþróttamiðstöðinni: KRAFTUR OG KYRRÐ, með Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Í tímanum fléttast saman, jóga, dans, öndun og slökun. Áherslan verður á að finna kraftinn sinn, í áreynsluleysi og að leyfa hreyfingunni að undirbyggja djúpa slökun.
11:00 Upphaf, upphitun og öndun
11:10 Jóga
11:50 5Rytma dans
12:05 Djúpslökun
12:30 Lok
Verð 2500 kr.
12:00-16:00 Norska húsið: Tru- Releaf á Íslandi verður með kynningu á kremi sem sýnt hefur fram á einstaka virni gegn bólgum, stirðum liðamótum, gigtaverkjum og fleiru. Kremið flýtir fyrir endurheimt í íþróttum.
14:00-16:00 Sundlaugin: Meðferð í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð í vatni í umsjón Elízu Guðmundsdóttur. Bókanir í s. 897-0823 eða email: elizagudmundsdottir@gmail.com. Verð, fullorðnir: 8000 kr. börn: 6500 kr.
14:00 Norska húsið - BSH: Sýningaropnanir, Anna. Sigríður Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjón-auki og Gríma Kristinsdóttir opnar ljósmyndasýninguna Mundi.
15:00-17:00 Hótel Fransiskus: Ullarkynnig og örnámskeið í spuna með Hörpu Björk Eiríksdóttur. Farið verður yfir ferlið á handspunnu bandi – frá kind að peysu og fá gestir að finna mismunin á handspunnu bandi og öðru garni. Örnámskeið í spuna verður síðan í framhaldinu þar sem fólk fær að prófa að læra grunnin í að vinna ullina og spinna Skráning í s. 894-1011 eða á harpaskarpa82@gmail.com. Verð 2000 kr. ( innifalið er dokka af eigin vali af rekjanlegu garni frá Hörpu. )
16:00 Sundlaugin: Flot í sundlauginni í umsjón Elízu Guðmundsdóttur. Mæting 5-10 mínútur fyrir tímann. Bóka þarf fyrirfram - elizagudmundsdottir@gmail.com. Hægt að fá flot lánað. Gott að mæta í þægilegum fötum til að fara í eftir á. Ath. 10 pláss laus. Verð: 2500 kr.
19:00 Móvík: Sauna á fullu tungli. Ef heppnin er með okkur ættum við að sjá deildarmyrkva á tunglinu, myrkvinn er mestur kl 20:14. Búningsaðstaða úti undir berum himni. Taka með sér drykk, handklæði til að sitja á í saununni. Mikilvægt og vera viðbúin því að dularfullir hlutir geti gerst.
Verð 2500 kr.
Flæði sjósundsfélag Kt: 661121-1140 reikn. 0309-13-000008 flaedistykkis@gmail.com, senda staðfestingu á greiðslu í gsm 860 4318.
22:00 Skipper: Hrekkjavökustemning og búningakeppni. Dúettinn Hildigunnur heldur uppi fjörinu.
Sunnudagur 29. október
11:00 Sauraskógur: Náttúruhlaup, utanvegahlaup um Sauraskóg frá bílastæði við Langás. Hringurinn er 2 km. val er um einn eða tvo hringi. Hlaupið er í umsjón Snjólfs Björnssonar og Bjargar Gunnarsdóttur.
14:00 Vatnasafnið: Kakóserimónía í umsjón Grímu Kristinsdóttur. Gott er að taka með sér teppi, dýnur og púðar á staðnum. Aðgangseyrir 2500 kr.
Skráning á vatnasafn@gmail.com.
Í boði alla helgina:
Meðferð í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð í Íþróttamiðstöðinni. Milt og öruggt meðferðarform sem hentar öllum aldri. Boðið er upp á meðferð á bekk. Meðferðin tekur í heildina klukkutíma. Sá sem þiggur meðferðina á bekk er fullklæddur. Hentar öllum aldri. Bókanir í síma 8970823 eða email: elizagudmundsdottir@gmail.com. Allar nánari upplýsingar hjá Elízu. Verð, fullorðnir: 8000 kr. börn: 6500 kr.
Fosshótel
Barinn opinn kl. 16-24. Happy hour frá kl. 16-18. Veitingastaðurinn opin frá kl. 18-21. Borðapantanir: https://www.dineout.is/fosshotelstykkisholmur
Narfeyrarstofa
Nýr matseðill og tilboð á barnum frá kl. 18-20 föstudag og laugardag.
Kram
Lagersala í Lions húsinu alla helgina kl. 13-18.
15% afsláttur af kjólum föstudag og laugardag í verslun.
Sjávarborg
Opið alla helgina frá kl. 12-16.
Sjávarpakkhúsið
Opið alla helgina frá kl. 18. Smakkseðlar & vínpörun. Borðapantanir á https://sjavarpakkhusid.is
Skipper
Opið föstudag og laugardag 12-02. Halloween stemning.