Bólusett við inflúensu og covid-19 á heilsugæslunni í Stykkishólmi
Bólusetningar við inflúensu og Covid-19 standa nú yfir á heilsugæslunni í Stykkishólmi. Heilsugæslan greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. En þar segir að inflúensubólusetningar séu eingöngu fyrir forgangshópa til að byrja með.
Þeir eru:
- 60 ára og eldri.
- 60 ára og yngri með undirliggjandi sjúkdóma ( hjarta-, lungna og lifrarsjúkdóma, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma)
- heilbrigðisstarfsmenn og barnshafandi konur.
- Börn fædd 2020 og síðar sem orðin eru 6 mánaða (auglýst síðar).
Þá verða Covid-19 bólusetningar í boði fyrir 18 ára og eldri eða frá 5 ára skv. læknisráði. Jafnframt segir að Covid 19 bólusetning dragi verulega úr hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid 19, en hafi þó ekki reynst mjög gagnleg til að hindra smit. Vörnin dvínar með tímanum og er því mælt með reglulegum örvunarbólusetningum fyrir einstaklinga í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid 19. Jafnframt er tekið fram að lungnabólgusprautur séu fáanlegar allt árið en verði ekki gefnar sérstakega í tengslum við flensusprauturnar í þetta sinn.
Opnir tímar í bólusetningu á heilsugæslunni verða sem hér segir:
- Miðvikudag 25.okt. kl. 13:00 -15:00
- Mánudag 30.okt kl. 13:00 -15:00
- Þriðjudag 31.okt. kl. 13:00 -15:00