Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu kl. 17 á miðvikudag.
Fréttir Skipulagsmál

Kynningarfundur um fyrirhugaða uppbyggingu á Vigraholti

Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 17:00 verður haldinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi um fyrirhugaða uppbyggingu á Vigraholti. Á fundinum kynnir landeigandi skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu.  
21.11.2023
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?

Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt að á þessu skólaári verði lokað í leikskólanum 22. desember og 2. janúar og foreldrar beðnir um að skrá börn sín sérstaklega ef þau hyggjast nýta leikskólavistun milli jóla og nýárs. Í tengslum við vinnu sveitarfélagsins um styrkingu leikskólans í Stykkishólmi samþykkti bæjarstjórn jafnframt að foreldrum gefist færi á því að fá leikskólagjöld fyrir desembermánuð felld niður gegn því að velja aðra af tveim leiðum hér að neðan:
17.11.2023
Breiðafjarðarferjan Baldur
Fréttir

Nýr Baldur kominn heim

Nýr Baldur er nú kominn til hafnar í Stykkishólmi og bíður þess að taka á móti gestum á milli kl. 15 og 17 í dag, en þá verðurformleg móttaka Baldurs haldin í Stykkishólmi.  Gefst þá íbúum og öðrum áhugasömum kostur á að skoða nýju ferjuna og þiggja veitingar um borð. Á sunnudaginn 19.nóvember frá kl. 17 – 18 verður hægt að skoða ferjuna í Brjánslæk og þiggja veitingar sömuleiðis.
17.11.2023
Breiðafjarðarferjan Baldur
Fréttir

Breiðafjarðarferjan Baldur til sýnis í Stykkishólmi

Formleg móttaka ferjunnar Baldurs verður haldin í Stykkishólmi föstudaginn 17. nóvember klukkan 15:00 til 17:00. Þá gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til þiggja kaffi og kökur um borð í skipinu og skoða farþegarými skipsins. Saga Breiðafjarðarferjunnar Baldurs er löng en skip með þetta nafn hefur nýst til ferjusiglinga í nærri heila öld. Því þótti við hæfi, þegar Vegagerðin keypti ferjuna Röst frá Noregi, að hún fengi einnig nafnið Baldur.
14.11.2023
Aðventudagskrá í smíðum
Fréttir

Aðventudagskrá í smíðum

Undanfarin ár hefur Svæðisgarðurinn geðfið út aðventuhandbók með það að markmiði að upplýsa Snæfellinga um viðburði, vörur og þjónustu sem í boði er á aðventunni á Snæfellsnesi. Aðventuhandbókin verður þó ekki gefin út í ár en þess í stað mun starfsfólk í Ráðshúsinu og stjórn Félgas atvinnulífs í Stykkishólmi sjá um að koma viðburðadagskrá fyrir aðventuna í Stykkishólmi saman og gera hana aðgengilega fyrir íbúa og gesti.
13.11.2023
Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23

Bæjarráð, í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, samþykkti á 12. fundi sínum, þann 20. júní 2023, að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag og felst í færslu á byggingarreit fyrir bílskúr við Skúlagötu 23. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2007 er bílskúrsreiturinn staðsettur norðan megin við íbúðarhúsið en færist nú suður fyrir húsið.
10.11.2023
Lúðrasveitir Stykkishólms blása gegn einelti
Fréttir

Lúðrasveitir Stykkishólms blása gegn einelti

Á degi íslenskrar tungu, fimmtudaginn 16. nóvember, býður Tónlistarskóli Stykkishólms til lúðrasveitatónleika í Stykkishólmskirkju. Yfirskrift tónleikanna er Blásið gegn einelti. Sérstakur gestur er tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson sem nýverið opnaði sig opinberlega um einelti sem hann varð fyrir í æsku. Júlí Heiðar mun segja tónleikagestum stuttlega frá sinni reynslu auk þess að syngja 1-2 lög.
08.11.2023
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vigraholti
Fréttir

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vigraholti

Þann 2. nóvember sl., samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti). Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og nýtt deiliskipulag, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna.
08.11.2023
Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi

Helga atvinnuráðgjafi og Sigursteinn menningarfulltrúi verða með opnar skrifstofur á Snæfellsnesi í nóvember.
07.11.2023
Sálfræðingur óskast til starfa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Fréttir Laus störf

Sálfræðingur óskast til starfa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., auglýsir 100 % stöðugildi sálfræðings skóla- og félagsþjónustu en einnig kæmi til greina 2 x 50% stöðugildi 2ja sálfræðinga er hefðu með sér samvinnu um framkvæmd starfs.
06.11.2023
Getum við bætt efni síðunnar?