Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

16. fundur 22. október 2024 kl. 16:15 í Leikskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Jón Einar Jónsson (JEJ) varamaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Veronika G. Sigurvinsdóttir
  • Greta María Árnadóttir foreldraráði leikskóla
Fundargerð ritaði: Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi.
Skólastjóri fór yfir starfsemi skóla og sagði frá því að leikskólanum var boðið að taka þátt á Barnahátíð í tengslum við Júlíönuhátíð sem fer fram dagana 25.-29. nóvember. Það stendur til að fá atriði úr leiksýningunni Fíusól og rithöfunda til þess að koma og lesa fyrir börnin.
Í leikskólanum eru 18 börn með annað tungumál en íslensku, þar af 11 tungumál.
Að beiðni bæjarráðs skoða skólastjórnendur tillögur í hagræðingarskyni varðandi sameiginlegt eldhús í Höfðaborg, færslu á Bakkaseli eða breyttan vistunartíma yngstu barna. Nefndin óskar þess að tillögurnar séu unnar faglega og í samráði við hlutaðeigandi.

2.Styrking leikskólastarfs - Gjaldfrjáls desember

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um gjaldfrjálsan desember með sambærilegu fyrirkomulagi og síðastliðið ár.
Nefndin samþykkir tillögur að gjaldfrjálsum desember verði 3. janúar ekki hafður með í leiðum eitt og tvö heldur verði skráningardagur.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?