Fara í efni

Bæjarráð

14. fundur 25. september 2023 kl. 14:15 - 18:50 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skóla- og fræðslunefnd - 8

Málsnúmer 2309004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 8. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Framlagt til kynningar.

2.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 175. og 176. stjórnarfunda SSV.
Framlagt til kynningar.

3.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 932. fundar stjórnar sambandsins frá 8. september 2023.
Framlagt til kynningar.

4.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 216. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Framlagt til kynningar.

5.Haustþing SSV 2023

Málsnúmer 2309016Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá haustþings SSV sem fram fer í Reykholti 4. október nk.
Framlagt til kynningar.

6.Heilsudagar í Hólminum

Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá heilsudaga í Hólminum.
Framlagt til kynningar.
Þórarinn Sighvatsson kom inn á fundinn.

7.Skjöldur - deiliskipulagsgerð

Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer

Þórarinn Sighvatsson kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir áformum sínum varðandi uppbyggingu við Skjöld.
Bæjarráð þakkar Þórarni Sighvatssyni fyrir kynninguna á sínum áformum og fagnar þeim áhuga og metnaði sem endurspeglast í fyrirliggjandi áformum. Bæjarráð vill taka fram, til að það valdi ekki misskilningi, að ráðið tekur jákvætt í fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins til þess að mæta fyrirhuguðum áformunum, en vekur jafnframt athygli á að málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og er þessi fundur liður í þeirri málsmeðferð.

Bæjarráð telur að vinna verði verkefnið í nánu samvinnu við skipulagsfulltrúa og kanna hvort fyrsti hluti áfromanna geti samræmst gildandi aðalskipulagi.
Þórarinn vék af fundi.
Rannveig Ernudóttir forstöðumaður miðstöðvar öldrunarþjónustu kom inn á fundinn.

8.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Forstöðumaður miðstöðvar öldrunarþjónustu kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar.
Rannveig Ernudóttir gerir grein fyrir fyrstu vikunum í starfsemi Miðstöðvar öldrunarþjónustu. Bæjarráð þakkar góða kynningu á því öfluga starfi sem þar fer fram, en ljóst er að á fyrstu vikunum hafa verið fjölmargar áskoranir sem hefur þurft að mæta og mikilvægt að halda áfram að þróa starfsemina í samráði við eldra fólk í sveitarfélaginu.
Rannveig vék af fundi.

9.Nýrækt 8 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2208044Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Nýrækt 8.
Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu samningsins til næsta bæjarstjórnarfundar.

10.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi vegna tónleikahátíðar í Stykkishólmi

Málsnúmer 2309001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vestulandi sem óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn Glapræðis ehf kt. 090773-3569 um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Tónlistarhátíðar sem halda á í Íþróttamiðstöð Stykkishólms, Borgarbraut 4, 340 Stykkishólmi 6. - 9. Júní 2024.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir um veitingu tækifærisleyfis vegna tónlistarhald í Stykkishólmi 6.-9. júní 2024, sbr. fyrirliggjandi erindi.

11.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá húseigendum í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

12.Umsögn um rekstrarleyfi - Skipper

Málsnúmer 2309010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vestulandi sem óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn SamaMar ehf kt.480923-1890 um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, veitingastaður , sem rekinn verður sem Skipper á Þvervegi 2 (F2116363), Stykkishólmi.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til SamaMar ehf kt. 480923-1890 vegna Skipper í Stykkishólmi, sbr. fyrirliggjandi erindi.

13.Dreifbýlisráð

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Dreifbýlisráð skal skipað annars vegar einum fulltrúa og öðrum til vara kjörnum af sveitarstjórn sem skulu vera aðalfulltrúar í sveitarstjórn og hins vegar tveimur fulltrúum og tveimur til vara kosnum í beinni kosningu af íbúum í dreifbýlinu.



Lögð er fram tillaga að fulltrúa sveitarstjórnar í ráðið og öðrum til vara.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ragnar Ingi Sigurðsson verði fulltrúi bæjarstjórnar í dreifbýlisráði og Ragnar Már Ragnarsson til vara.

Fyrir liggja niðurstörðu úr kosningum í dreifbýlisráð liggja fyrir. Aðalmenn eru Lára Björg Björgvinsdóttir og Álfgeir Marinósson, varamenn eru Guðrún K. Reynisdóttir og Guðmundur Hjartarson.

14.Frumvarp til laga breytingu á lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 2101031Vakta málsnúmer

Lögð fram þingmálaskrá 154. löggjafarþings 2023-2024. Á 153. löggjafarþingi var lagt fram frumvarp af hálfu matvælaráðherra um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Í meðförum þingsins lagði bæjarstjórn Stykkishólms þunga áherslu á að markmið frumvarpsins um breytingu fyrirkomulagi hrognkelsaveiða myndu ná fram að ganga á árinu 2023 þannig að sjómenn og vinnslur hefðu eðlilegan fyrirsjáanleika fyrir vertíðina 2024. Meiri hluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið út úr nefndinni með breytingartillögu, en vegna anna í þingstörfum komst frumvarpið ekki til afgreiðslu undir lok 153. löggjafarþings. Í ljósi forsögu og mikilvægi málsins skítur það skökku við að ekki sé gert ráð fyrir umræddu frumvarpi í fyrirliggjandi þingmálaskrá 154. löggjafarþings.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að Matvælaráðherra leggi að nýju fram frumvarp um breytingu á fyrirkomulagi hrogkerslaveiða á haustþingi þannig að afgreiða megi málið á árinu 2023. Í þessu sambandi vekur bæjarráð jafnframt athygli á því að fyrir málinu er þingmeirihluti sem endurspeglast í því að atvinnuveganefnd lauk umfjöllun og afgreiddi málið úr nefndinni með breytingartillögu á síðasta löggjafarþingi. Bæjarráð telur mikilvægt að framtíð grásleppusjómanna séu í fyrirrúmi og að umhverfi sjómanna og vinnslna verði bætt með hagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósti, eins og framvarp það sem lagt lagt var fyrir Alþingi á síðasta löggjafaþingi gerði ráð fyrir. Það getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt að sjómenn þurfi að þola frekari bið eftir nauðsynlegum úrbótum á núverandi fyrirkomulagi, sérstaklega í ljósi þess að búið var að afgreiða frumverpið úr atvinnuveganefnd á síðasta löggjafarþingi og eina ástæða þess að ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess virðist hafa verið vegna álags á þingstörfum undir lok 153. löggjafaþings.

15.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Lagt til að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti þjónustu til nágrannasveitarfélaga sem óska, í samráði við viðkomandi starfsfólk, frá og með 1. október nk., á grunni starfssvið sem viðkomandi starfsmaður sinnti á hinu sameiginlega sviði, til að tryggja samfellu í þjónustu allra sveitarfélaga enda er verið að vinna að nauðsynlegum breytingum í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að leggja niður hið sameiginlega svið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við oddvita, að ganga frá samkomulagi hvað þetta varðar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Ragnheiður sat hjá við þennan lið.

16.Fulltrúar á Haustþing SSV 2023

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þar sem óskað er eftir upplýsingum um fulltrúa sveitarfélagsins á Haustþing SSV.
Framlagt til kynningar.

17.Framlag úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf um breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.
Bæjarráð óskar eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskar jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafréttismálanefnd.

18.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samning vegna stækkunar á golfskála.
Bæjarráð samþykkir samning við Golfklúbbinn Mostra vegna uppbyggingar á aðstöðu fyrir tjaldstæðið, sem gerir ráð fyrir 15 millj. kr. framlagi á árinu 2024 og 5 millj. kr. framlagi á árinu 2025.

Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.

19.Félagsheimilið Skjöldur

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Lagður fram póstur frá aðila sem leigði félagsheimilið Skjöld og lýsir því sem betur mætti fara varðandi aðbúnað.
Bæjarráð telur mikilvægt að boðað verði til eigendafundar við fyrsta tækifæri með sameigendum að Félagsheimilinu Skildi, þ.e. Kvenfélaginu Björk (5%) og Ungmennafélaginu Helgafell (15%), varðandi forgangsröðun framkvæmda og viðhalds á húsinu líkt og til hefur staðið eftir að fundi sem áætlaður var í júní sl. var frestað. Á þeim eigendafundi er mikilvægt að boða jafnframt fulltrúa í dreifbýlisráði, sem sitja fyrir hönd sveitarfélagsins í stjórn Félagsheimilisins Skjaldar ásamt því að vera málsvari íbúa dreifbýlisins gagnvart bæjarstjórn, í samræmi við áherslur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að sveitarfélagið taki frumkvæði, líkt og það gerði síðastliðið vor þegar farið var í viðgerðir á salernum til bráðabirgða, og tryggi að viðhald sé viðunandi á húsnæðinu. Í þessu sambandi samþykkir bæjarráð að ráðstafað verði fjármunum til viðhaldsframkvæmda á húsnæðinu á þessu ári, náist um það sátt á eigendafundi og dreifbýlisráði.

20.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Lögð fram tölvupóstsamskipti varðandi styrki og sjóði Evrópusambandsins sem sveitarfélög á Íslandi geta sótt í og eru opnir fyrir samstarfi.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

21.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Skóla- og fræðslunefnd tók skýrsluna til umfjöllunar á síðasta fundi sínum.
Bæjarráð telur skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar telur bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verði þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskar eftir tillögum frá skólastjóra og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð.

Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.

22.Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Bæjarráð fagnar því að Vegagerðinu hefur hafið formlegan undirbúning fyrir áframhaldandi uppbyggingu Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og sett saman verkefnahóp sem vinnur að áframhaldandi undirbúningi á uppbyggingu Skógarstrandarvegar frá Heiðdalsvegi að Stykkishólmsvegi, sér í lagi að loksins sé hafinn formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar eða mati á því hvort þverun fjarðarins sé fýsilegur kostur. Bæjarráð minnir í þessi sambandi á áherslur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélagins þar sem lögð var áhersla á uppbyggingu vegarins frá Stykkishólmsvegi sem mikilvægt er að komi til framkvæmda sem fyrst.

23.Uppbygging Víkurhverfis

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur vegna Víkurhverfis ásamt verðkönnun í verkeftirlit með framkvæmdum á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir verðkönnun á byggingareftirliti með framkvæmdum í Víkurhverfi.

Bókun: Vísa í bókun sem undirrituð las upp á síðasta bæjarstjórnarfundi nr.16
Íbúarlistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir.

24.Uppbygging Brákar íbúðafélags hses. í Stykkishólmi - Stofnframlag

Málsnúmer 2306039Vakta málsnúmer

Á 15. fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélags hses., um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, ásamt erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Á fundinum staðfesti bæjarstjórn skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins vegna verkefnisins. Fyrir bæjarráð eru lagðar fram tillögur að staðsetningum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu og útfærslu í skipulagsnefnd, en leggur áherslu að tillaga B verði skoðuð sérstaklega.

25.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga KPMG að vinnu vegna skipulagsbreytinga með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem samþykkt var á 15. fundi bæjarráðs. Markmið verkefnisins er að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir að breytingum með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð. Staða verkefnisins og næstu skref er tekin til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð telur mikilvægt að flýta þessari vinnu eins og hægt er og leggur áherslu á að drög að skipulagsbreytingum liggi fyrir næsta bæjarráðsfundar.

26.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Málefni Breiðafjarðarferjunnar Baldurs tekin til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni yfir því að Breiðafjarðarferjan muni áfram heita Baldur og þakkar Vegagerðinni fyrir skjót viðbrögð stofnunarinnar við athugasemdum sveitarfélagsins.

27.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu fjárhagsyfirlit vegna framkvæmda við færslu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi ásamt samantekt á áföllnum kostnaði, ásamt öðrum þáttum tengdum flutningnum.
Bæjarráð fagnar flutningi á starfsemi hjúkrunarheimilis frá Skólastíg 14 í nýuppgert og glæsilegt hjúkrunarheimili að Austurgötu 7 og þar með bættri þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu.

Bæjarráð leggur áherslu á að Framkvæmdasýsla ríkisins sendi sveitarfélaginu sem fyrst uppfært uppgjör vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilisins.
Steinunn vék af fundi.

28.Aðalgata 16 - Stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2307005Vakta málsnúmer

Á 13. fundi bæjarráðs var tekin fyrir umsókn Þ.B. Borg um að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Aðalgötu 16. Á fundinum var samþykkt afgreiðsla skipulagsnefndar sem tók jákvætt í fyrirhugaðar breytingar. Fyrir bæjarráð er lögð fram drög að skipulagsuppdrætti frá lóðarhafa í framhaldi af fyrri afgreiðslum málsins.
Bæjarráð samþykkir drög að fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsnefnd að fullvinna tillöguna og í framhaldinu að grenndarkynna hana eða eftir atvikum auglýsa.
Steinunn kom aftur inn á fund.

29.Ósk um námsstyrk

Málsnúmer 2309018Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk um námsstyrk í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar um.
Bæjarráð samþykkir að veita Örnu Dögg Hjaltalín námstyrk samkvæmt reglum sveitarfélagsins, að fenginni samþykkt skólastjóra.

30.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2309003Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Ragnheiður sat hjá.

31.Forsendur fjárhagsáætlunar 2024-2027

Málsnúmer 2309004Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 204-2027.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar 2024-2027. Ragnheiður sat hjá.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?