Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

6. fundur 28. mars 2023 kl. 16:30 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
  • Jón Einar Jónsson (JEJ) varamaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Ólöf Edda Steinarsdóttir fulltr�i starfsmanna leiksk�la
Fundargerð ritaði: Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Greinargerð stjórnenda lögð fram til kynningar.
Anna Magnea Hreinsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ kom til fundar á Teams

2.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól á níunda fundi sínum forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefni sem snýr að styrkingu leikskólastarfsins þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna. Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.
Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, leggur nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að fundurinn verði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Anna Magnea Hreinsdóttir yfirgaf fundinn

3.Skóladagatal Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2303044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skóladagatali leikskólans ásamt erindi varðandi skipulagsdag og endurskoðun á þjónustu Regnbogalands.
Leikskólinn óskar eftir því að fá skipulagsdag þann 24. apríl 2024 til þess að fara í námsferð þrátt fyrir að það sé skóladagur í grunnskólanum þann dag.

Nefndin samþykkir ósk leikskólans um skipulagsdag þann 24. apríl 2024.

Varðandi erindi um endurskoðun á þjónustu Regnbogalands, þá verður það erindi tekið á dagskrá SVÓT fundar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?