Bæjarráð
1.Skipulagsnefnd - 14
Málsnúmer 2309003FVakta málsnúmer
2.Skóla- og fræðslunefnd - 9
Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer
3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 30
Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer
4.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2
Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer
5.Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits
Málsnúmer 2310022Vakta málsnúmer
6.Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga og aðdráttarafl
Málsnúmer 2310027Vakta málsnúmer
7.Snjómokstur gatna og gönguleiða
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
Á grundvelli framangreinds sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
8.Trúnaðarmál
Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer
Ingveldur Eyþórsdóttir kemur til fundar bið bæjarráð.
9.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk.
10.Hjallatangi 48 - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2308013Vakta málsnúmer
Á 13. fundi sínum vísaði bæjarráð fyrirspurn lóðarhafa vegna deiliskipulagsbreytingarinnar til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tók, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í að lóðarhafi vinni tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2011, sem í meginatriðum felst í færslu á byggingarreit og stækkun lóðar samkvæmt því. Nefndin lagði fram skilyrði um að göngustígur liggi áfram meðfram lóðarmörkum niður að Fúluvík/Fúlutjörn.
11.Birkilundur - sameining lóða 21, 21a, 22, 22a og 23
Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkti nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fór nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.
12.Saurar 9 deiliskipulag
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.
13.Saurar 9-vegur framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer
Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísaði skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Gert er ráð fyrir að vegurinn verði aðkomuleið að fyrirhugaðri frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu. Vegurinn liggur að hluta til eftir um gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi).
Lögð er fram undirrituð yfirlýsing landeigenda Arnarstaða um heimild til uppbyggingar og veglagningu á þeirra landi, heimild Vegagerðinnar vegna tengingar við Skógarstrandaveg (Stykkishólmsveg) við Vogaskeið og umsögn Minjastofnunar, sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu umrædds vegar.
Á 14. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi sem liggur eftir gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi) frá Vogaskeiði að Sauravegi ásamt afleggjara að sjö lóðum samkvæmt framlögðum gögnum og að öllum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 uppfylltum.
14.Saurar 9 - stofnun lóða
Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer
Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 vera í samræmi við Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og samþykkti fyrir sitt leyti stofnun lóðanna samkvæmt framlögðum uppdrætti í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Þá tók nefndin fram að ef ekki liggi fyrir undirritað samþykki landeigenda aðliggjandi jarða og landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða.
15.Reitarvegur 7-17
Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer
Á 14. fundi sínum fellst skipulagsnefnd ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.
16.Nesvegur 12 - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer
Undanfarin ár hefur Kristján starfrækt fyrirtækið Kontiki ehf. sem býður m.a. upp á kajakferðir í Stykkishólmi. Til þess að mæta aukinni eftirspurn árið um kring, óskar lóðarhafi eftir því að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Nesveg 12 og felst breytingin í breyttri notkun úr hafsækinni athafnastarfsemi í blandaða hafsækna athafna- og ferðaþjónustu og færslu á byggingareit til norðausturs þar sem miðlína reits verður á miðlínu lóðar.
Skipulagsnefnd hafnaði breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík, á 14. fundi sínum, samkvæmt framlagðri tillögu.
17.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg
Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer
Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.
Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljst skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
18.Styrking Leikskólans í Stykkishólmi - Betri vinnutími
Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer
Lagðar eru fyrir bæjarráð tillögur að útfærslu á betri vinnutíma í tengslum við styrkigingu leikskólastarfs í Stykkishólmi.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar studdi nefndin fyrirliggjandi tillögur um betri vinnutíma. Nefndin tók þó fram að nauðsynlegt sé taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár.
Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
19.Geymslusvæði Stykkishólms
Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer
Samþykkt að endurskoða reglunar.
20.Skipulagsbreytingar
Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer
21.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
22.Endurskoðun aðalskipulags
Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer
23.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey
Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer
24.Gjaldskrár 2024
Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer
25.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027
Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer
26.Heiðrun íbúa
Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer
27.Erindi frá Svæðsgarðinum
Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer
28.Umsagnarbeiðni - Smáhraun, að Hraunhálsi
Málsnúmer 2310028Vakta málsnúmer
29.Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi
Málsnúmer 2310029Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
Fundi slitið - kl. 20:07.