Fara í efni

Bæjarráð

15. fundur 19. október 2023 kl. 14:45 - 20:07 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 14

Málsnúmer 2309003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 9

Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 9. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 30

Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 30. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2

Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer

Lögð fram 2. fundargerð umhverfis- og náttúruvernarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits

Málsnúmer 2310022Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Lagt fram til kynningar.

6.Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga og aðdráttarafl

Málsnúmer 2310027Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing fyrir ráðstefnu sem ber heitið Sveitarfélög á krossgötum þar sem annars vegar verður rætt um sameiningar sveitarfélaga og hins vegar hvernig sé hægt að auka aðdráttarafl sveitarfélaga. Ráðstefna fer fram í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi miðvikudaginn 25. október n.k.

7.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá húseigendum í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu á 14. fundi sínum til næsta fundar. Einnig er lagt fram bréf sem ritað er undir f.h. lóðarhafa í Arnarborg, dags.12. október 2023.
Bæjarráð tekur fram að með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar skapaðist þörf til að rýna og skoða þjónustustig í víðum skilningi í hinu sameinaða sveitarfélagi með tilliti til jafnræðis. Í þessu sambandi bendir bæjarráð m.a. á að sami fasteignaskattur er lagður á sumarhús í Arnarborgum og á önnur sumarhús í sveitarfélaginu, en snjómokstur er fjármagnaður með skatttekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð bendir jafnframt á að hefðbundin þjónusta í snjómokstri er skilgreind í reglum um snjómokstur í sveitarfélaginu hverju sinni og getur sú þjónusta tekið breytingum í samræmi áherslur hverju sinni.

Á grundvelli framangreinds sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ingveldur Eyþórsdóttir frá Félags-og skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer

Lagt fram trúnaðarerindi varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins.



Ingveldur Eyþórsdóttir kemur til fundar bið bæjarráð.
Ákvörðun færð í trúnaðarbók.
Ingveldur vék af fundi.

9.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál.



Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn með áorðnum breytingum.

10.Hjallatangi 48 - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2308013Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Sigurbjarts Loftssonar, lóðarhafa Hjallatanga 48, um breytingu á deiliskipulagi við Nónvík frá 2011. Tillaga að breytingu felst í meginatriðum í færslu byggingarreits, stækkun lóðar og færslu á göngustíg sem tengir gönguleið milli Hjallatanga og stígs við hesthús.



Á 13. fundi sínum vísaði bæjarráð fyrirspurn lóðarhafa vegna deiliskipulagsbreytingarinnar til skipulagsnefndar.



Skipulagsnefnd tók, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í að lóðarhafi vinni tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2011, sem í meginatriðum felst í færslu á byggingarreit og stækkun lóðar samkvæmt því. Nefndin lagði fram skilyrði um að göngustígur liggi áfram meðfram lóðarmörkum niður að Fúluvík/Fúlutjörn.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.Birkilundur - sameining lóða 21, 21a, 22, 22a og 23

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skipulagsnefndar var lögð farm fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, landeiganda Saura (L-136954), um afstöðu skipulagsnefndar varðandi sameiningu fimm lóða í Birkilundi þ.e. lóð 21, 21a, 22, 22a og 23 (skv. deiliskipulagstillögu frá 2006 sem nú er aftur í vinnslu) þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 25 smáhýsi (25-40 m2) til útleigu.



Skipulagsnefnd samþykkti að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkti nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fór nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

12.Saurar 9 deiliskipulag

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing frá Arkís arkitektum, f.h. Vigraholts ehf., vegna nýs deiliskipulags og breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu í landi Saura 9.



Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna.

13.Saurar 9-vegur framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Vigraholt ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Saura 9, samkvæmt famlögðum uppdrætti dags 5.10.2023.



Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísaði skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.



Gert er ráð fyrir að vegurinn verði aðkomuleið að fyrirhugaðri frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu. Vegurinn liggur að hluta til eftir um gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi).



Lögð er fram undirrituð yfirlýsing landeigenda Arnarstaða um heimild til uppbyggingar og veglagningu á þeirra landi, heimild Vegagerðinnar vegna tengingar við Skógarstrandaveg (Stykkishólmsveg) við Vogaskeið og umsögn Minjastofnunar, sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu umrædds vegar.



Á 14. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi sem liggur eftir gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi) frá Vogaskeiði að Sauravegi ásamt afleggjara að sjö lóðum samkvæmt framlögðum gögnum og að öllum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 uppfylltum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

14.Saurar 9 - stofnun lóða

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Vigraholts ehf. um stofnun lóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024, samkvæmt framlögðum uppdrætti.



Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 vera í samræmi við Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og samþykkti fyrir sitt leyti stofnun lóðanna samkvæmt framlögðum uppdrætti í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Þá tók nefndin fram að ef ekki liggi fyrir undirritað samþykki landeigenda aðliggjandi jarða og landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

15.Reitarvegur 7-17

Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Arnars Hreiðarssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna Reitarvegs 7-17, sem felst í minnkun byggingarreits og lóðar til samræmis við byggingu á Reitarvegi 5, fækkun iðnaðarbila úr 5 í 2-3, notkun stálgrindar í stað steyptra útveggja og afnámi ákvæðis um girðingu.



Á 14. fundi sínum fellst skipulagsnefnd ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd að rýna í deiliskipulag svæðisins m.t.t. endurskoðunar í samræmi við þá eftirspurn og þarfir sem uppi eru í samfélaginu. Bæjarráð ákveður að lóðin verði tekin af úthlutunarlista á meðan deiliskipulag er endurskoðað.
Kristján Sveinsson kom inn á fundinn.

16.Nesvegur 12 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Kristján Sveinssonar, lóðarhafa Nesvegs 12, um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík samkvæmt framlagðri tillögu.



Undanfarin ár hefur Kristján starfrækt fyrirtækið Kontiki ehf. sem býður m.a. upp á kajakferðir í Stykkishólmi. Til þess að mæta aukinni eftirspurn árið um kring, óskar lóðarhafi eftir því að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Nesveg 12 og felst breytingin í breyttri notkun úr hafsækinni athafnastarfsemi í blandaða hafsækna athafna- og ferðaþjónustu og færslu á byggingareit til norðausturs þar sem miðlína reits verður á miðlínu lóðar.



Skipulagsnefnd hafnaði breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík, á 14. fundi sínum, samkvæmt framlagðri tillögu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að leita annara leiða í samráði við lóðarhafa.
Kristján vék af fundi.

17.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljst skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

18.Styrking Leikskólans í Stykkishólmi - Betri vinnutími

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar taldi bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verða þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskaði eftir tillögum frá skólastjóra leikskólans og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð. Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.



Lagðar eru fyrir bæjarráð tillögur að útfærslu á betri vinnutíma í tengslum við styrkigingu leikskólastarfs í Stykkishólmi.



Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar studdi nefndin fyrirliggjandi tillögur um betri vinnutíma. Nefndin tók þó fram að nauðsynlegt sé taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár.



Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.



Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

19.Geymslusvæði Stykkishólms

Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer

Á 2. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar átti sér stað umræða um geymslusvæði sveitarfélagsins. Í því samhengi benti nefndin á að í umgengnisreglum í reglum sveitafélagsins fyrir geymslusvæði, sér í lagi 8. gr. og 11. gr., en í 8. gr. er m.a. tiltekið að hlutir sem geymdir eru á svæðinu mega ekki innihalda mengandi efni eða efni sem hætta er á að berist um svæðið og umhverfi þess og í 11. gr. er m.a. sérstaklega tiltekið að leigutökum sé skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið. Með vísan til framangreindra reglna og almennra umhverfissjónarmiða hvatti nefndin eigendur á gámasvæði Snoppu að fara eftir þeim reglum sem um svæðið gilda og ganga snyrtilega um svæðið.
Bæjarráð staðfestir ályktun umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

Samþykkt að endurskoða reglunar.

20.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer

Fulltrúar KPMG gera grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi er varða skipulagsbreytingar með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu.
Málinu vísað til frekari vinnslu.

21.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar frá 14. september til 9. október sl. Lagðar eru fram þær umsóknir sem bárust.
Málinu vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.
Kristín skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.

22.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúa til að ræða nálgun á áframhaldi vinnu hvað varðar val á ráðgjafa í tengslum við aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að útfærslu í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi bæjarráðs.
Kristín vék af fundi.

23.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir að styrkumsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu í Súgandisey.
Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í samræmi við minnisblað bæjarstjóra. Ragnar sat hjá.
Rannveig Ernudóttir forstöðumaður Öldrunarmiðstöð sveitarfélagsins kom inn á fundinn.

24.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykkt var á 17. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Rannveig vék af fundi.

25.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

26.Heiðrun íbúa

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu í bæjarráði tillögur forseta bæjarstjórnar að heiðrun íbúa í Stykkishólmi.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að vinna málið áfram í samráði við bæjarfulltrúa.

27.Erindi frá Svæðsgarðinum

Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer

Lagt fram formlegt erindi Svæðisgarðsins þar sem þess er farið á leit að staðfesta vilja til áframhaldandi starfsemi Svæðisgarðsins.
Málinu vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

28.Umsagnarbeiðni - Smáhraun, að Hraunhálsi

Málsnúmer 2310028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumanns vegna umsagnar Jóhannesar E. Ragnarssonar um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið verður sem Smáhraun, að Hraunhálsi , Helgafellssveit, Stykkishólmsbyggð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um umbeðið reksrarleyfi.

29.Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi

Málsnúmer 2310029Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.



Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
Framlagt til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:07.

Getum við bætt efni síðunnar?