Fara í efni

Bæjarráð

17. fundur 07. desember 2023 kl. 14:15 - 19:49 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3

Málsnúmer 2309005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Safna- og menningarmálanefnd - 3

Málsnúmer 2311003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 3

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Æskulýðs- og íþróttanefnd - 2

Málsnúmer 2311006FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 2. fundar æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnarstjórn (SH) - 5

Málsnúmer 2311005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Ungmennaráð - 3

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóla- og fræðslunefnd - 10

Málsnúmer 2311002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 10. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulagsnefnd - 16

Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 16. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulagsnefnd - 17

Málsnúmer 2311012FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 17. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram 131. fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

11.Kvennafrídagurinn

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, Kvennafrídagurinn, sem var haldinn 24. október sl., en á honum lögðu konur og kvár víðsvegar um land niður störf. Formaður gerir grein fyrir aðkomu og frumkvæði velferðar- og jafnréttismálanefndar Stykkishólms að viðburðinum og fyrir viðburðinum og aðgerðum í Stykkishólmi.



Formaður velferðar- og jafnréttismálanefndar gerði á 3. fundi nefndarinnar grein fyrir aðkomu sinni og frumkvæði velferðar- og jafnréttismálanefndar Stykkishólms að viðburðinum og aðgerðum í Stykkishólmi. Velferðar- og jafnréttismálanefndar þakkar öllum hluteigandi kærlega fyrir sitt framlag sitt til þessa baráttudags og formanni fyrir sitt frumkvæði við skipulagningu dagsins í Stykkishólmi.
Bæjarráð tekur undir bókun velferðaer- og jafnréttisnefndar.

12.Rannsóknir á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Lögð fram rannsóknarskýrsla á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns sem unnin var árin 2003 og 2008. Á 2. fundi sínum vísaði umhverfis- og náttúruverndarnefnd málinu til næsta fundar.



Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði, á 3. fundi sínum, ríka áherslu á að rannsóknum á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns verði haldið áfram, enda er lagt til í fyrirliggandi rannsóknarskýrslu á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns að fylgst verði með ástandi og hrygningu urriðastofna Baulárvallavatns og Hraunsfjarðarvatns á næstu árum og þá sérstaklega með nýliðun og fjölda fiska og að æskilegt væri að fylgjast með botndýrum á fjörusvæðum sem verða fyrir áhrifum vatnsborðssveiflna en slíkar rannsóknir hafa ekki verið gerðar í tærum vötnum, fyrir og eftir miðlun þeirra, eins og hér um ræðir. Í því sambandi vekur umhverifs- og náttúruverndarnefnd jafnframt á vísindastofnanir á svæðinu sem geta komið að framangreindum rannsóknum, bæði Háskólasetur Snæfellsnes og Náttúrustofa Vesturlands.
Bæjarráð staðfestir bókun umhverfis-og náttúrunefndar og felur bæjarstjóra að koma henni á framfræri við viðkomandi aðila.

13.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi. Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2022. Undanfarin ár hefur safna- og menningarmálanefnd tilnefnt aðila í norðurljósanefnda sem annast undirbúning hátíðarinnar. Norðurljósahátíðin verður næst haldin 2024.



Safna- og menningarmálanefnd lagði, á 5. fundi sínum, til að Norðurljósahátíðin verði haldin dagana 24.-27. október 2024. Safna- og menningarmálanefnd lagði jafnframt til að eftirfarandi aðilar sitji í Norðurljósanefnd: Fulltrúi tónlistarskóla, fulltrúar ungmennaráðs, forstöðumaður Amtsbókasafns, fulltrúar byggðasafns, formaður safna- og menningarmálanefndar auk starfsmanni. Þá var formanni nefndarinnar falið að heyra í Grunn- og Tónlistarskólastjóra Heimi Eyvindarsyni.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu safna-og menningarmálarnefndar og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta eftirtalda í nefndina..

Norðurljósahátíðarnefnd 2024

Heiðrún Edda Pálsdóttir: Formaður Ungmennaráðs.
Kristjón Daðason: Deildastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi.
Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.
Viktoría Líf Ingibergsdóttir: Formaður Safna- og menningarmálanefndar.
Þórunn Sigþórsdóttir: Starfsmaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
Starfsmaður hátíðar: Hjördís Pálsdóttir.

14.Framlag úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf um breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.



Á 14. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskaði jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafnréttismálanefnd.



Velferðar- og jafnréttismálanefnd taldi það forgangsatriði, á 5. fundi sínum, að koma fyrir klefa fyrir fatlaða í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sem nýtist jafnframt fyrir öll kyn sé það nokkur kostur og að styrkur verði sóttur til þess verkefnis, en leggur jafnframt áherslu á að það sé brýn þörf á lyftu í grunnskólanum og mikilvægt að það mál seinki ekki.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu velferðar-og jafnréttisnefndar og visar henni til vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027.

15.Samningur við Sæferðir vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, en í samningnum er sérstaklega tiltekið að hann gildir fyrir ferju sem var tekin í notkun í nóvember 2014.



Hafnarstjórn óskaði á 5. fundi sínum eftir viðræðum við Sæferðir ehf. um endurskoðun á samningi við Sæaferðir ehf. vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, dags. 31. desember 2014, m.a. vegna breyttra forsendna eftir að nýtt skip í eigu ríkisins hóf siglingar um Breiðafjörð.
Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar.

16.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar.



Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.



Hafnarstjórn samþykkti, á 5. fundi sínum, að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu hafnarstjórnar.

17.Minnisblað vegna hafnarmála

Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá hafnadeild Vegagerðarinnar vegna hafnarmála í Stykkishólmi.



Á 5. fundi sínum tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir og hvattir Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu hafnarstjórnar.

18.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnir hugmyndir um bæjarstjórnarfundi unga fólksins fyrir ungmennaráði á 3. fundi ráðsins. Ráðið tók vel í hugmyndina og vill fá að móta hugmyndina.
Bæjarráð staðfestir bókun ungmennaráðs.

19.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2310009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til bæjarráðs.
Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskólans að afgreiða málið í samvinnu við Félags-og skólaþjónustu Snæfellinga og bæjarstjóra sveitarfélgsins.

20.Arnarborg 16 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2209017Vakta málsnúmer

Lagður er fram lóðarleigusamningur vegna Arnarborgar 16
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning vegan Arnarborgar 16 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

21.Umsagnarbeiðni - Veitingarekstur um borð í Baldri

Málsnúmer 2312001Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Sæferða ehf kt.521199-2459 um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, sem rekinn verður um borð í nýju Breiðafjarðarferjunni Baldri SH (3039) sem er skráð með heimahöfn í Stykkishólmshöfn. Samkvæmt athugasemd umsækjanda í umsókninni er um að ræða veitingasölu um borð í ferjunni sem siglir frá Stykkishólmi yfir á Brjánslæk og svo til baka. Sala veitinga fer einungis fram á meðan á áætlunarferðum stendur.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfi til Sæferða vegna veitingasölu í Baldri.

22.Fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustunnar 2024

Málsnúmer 2312002Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árið 2024. Áætlunin var samþykkt á 132. fundi stjórnar FSS.
Visað til vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027

23.Endurskoðun á starfsemi og þjónustustigi í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 2312005Vakta málsnúmer

Á 2. fundi æskulýðs og íþróttanefndar, undir umræðum um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, lýst nefndin yfir áhuga á því að fara greina starfsemi og þjónustustigi í Íþróttamiðstöð, þ.mm.t. greiningu á notkun íþróttamiðstöðvarinnar með tilliti til mönnunar og opnunartíma.
Bæjarráð samykkir að láta æskulýðs-og íþrótttanefnd vinna greingu á starfssemi og þjónustustigi Íþróttamiðstöðunni í Stykkishólmi í samvinnu forstöðumann Íþróttamiðstöðvar og bæjarstjóra.

24.Afmælishátíð Danskra daga 2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að fyrirhugaðri afmælishátíð Danskra daga 2024.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027.

25.Brunavarnaráætlun Stykkishólms

Málsnúmer 2312004Vakta málsnúmer

Lögð fram brunavarnaráætlun Stykkishólms 2024-2029.
Bæjarráð samþykkir brunavarnaráætlun Stykkishólms 2024-2029 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

26.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer

Vegna sérstakra aðstæðna er lagt til að veittur verði tímabundinn 90% afsláttur (lækkun) skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í sveitarfélaginu, á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2024 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2024 og á sama grunni verði veittur 50% afsláttur af lóðinni Hjallatangi 48. Skal umsækjandi greiða 100.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Um er að ræða eftirtaldar lóðir:

Lóðir á 90% afslætti:
-Sundabakki 2
-Laufásvegur 19
-Hjallatangi 9
-Hjallatangi 13
-Hjallatangi 15
-Hjallatangi 17
-Hjallatangi 19

Lóðir á 70% afslætti:
-Hjallatangi 48

Þessi lóð verður auglýst eftir skipulagsbreytingu.

Lóðir á 25% afslætti:
-Hjallatangi 42
-Hjallatangi 36

27.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá leikskólastjórnendum. Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu á þessum tímapunkti og vísar málinu til vinnu við næsta skóladagatal enda er aðgerðaráætlun vegna styrkingar leikskólastigsins enn í vinnslu.

28.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga KPMG að breytingum á skipulagi með það að markmiði að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu, ásamt drögum að starfslýsingum, en í verkefninu felst að teikna upp núverandi stöðu og útfæra fyrirliggjandi hugmyndir og fyrirhugaðar breytingar með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð.



Fulltrúar KPMG komu til fundar við bæjarráð á 16. fundi og gerðu grein fyrir tillögunni.



Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð vísar útfærslu 1 að skipulagsbreytingum til bæjarstjórnar.

29.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélagsins við UMF Snæfell sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 392. fundi sínum, en samningurinn rennur sitt skeið um nk. áramót.



Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð samningnum til frekari vinnslu og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Snæfells.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu.

30.Umsókn um byggingarheimild- Helgafell

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristín Hjartardóttir sækir um leyfi fyrir byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells ásamt stofnun nýrra lóða samhliða því.



Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Samkvæmt Aðalskipuagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum sem eru 10 ha eða stærri. Fjöldi þegar byggðra stakra frístundahúsa dregst frá heimildinni. Húsin verða að standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum og mælst til þess að þau séu í nágrenni við hvort annað. Framkvæmdir eru deiliskipulagsskyldar. Helgafell er 94 ha jörð. Fyrir eru tvö íbúðarhús og lóðir fyrir þrjú frístundahús.



Á 15. fundi sínum gerði skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsókn Jóhönnu Hjartardóttur um byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að stofnuð verði lóð. Horfir skipulagsnefnd meðal annars til afgreiðslu 1. fundar dreifbýlisráðs og til þess að fyrir liggur undirritað skjal frá öllum hagaðilum á svæðinu sem samþykkja áformin. Horfir skipulagsnefnd einnig til afgreiðslu 15. fundar bæjarstjórnar vegna sambærilegs máls við Lyngholt í landi Helgafells sem var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Telur skipulagsnefnd ekki forsendur til þess að fara gegn þeirri stefnumörkun bæjarstjórnar og bókun dreifbýlisráðs.



Á þessum grunni vísar skipulagsnefnd erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.



Afgreiðsla 15. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.



Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til bæjarrás.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.

31.Byggingaheimildir í dreifbýli

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Á fyrsta fundi dreifbýlisráðs fjallaði skipulagsfulltrúi um heimildir til uppbyggingar í dreifbýlinu samkvæmt aðalskipulagi Helgafellssvetitar.







Drefibýlisráð lagði áherslu á að sveitarfélagið haldi sig við þá stefnumörkun og ákvarðanir sem sveitarstjórn Helgafellssveitar tók fyrir sameiningu hvað varðar túlkun á aðalskipulagi þar til aðalskipulagsbreyting verði gerð sem breyti þeirri stefnumörkun. Dreifbýlisráðið lagði áherslu á heilstætt mat fari fram hverju sinni, sér í lagi á bótaábyrgð sveitafélagsins.







Dreifbýlisráð lagði jafnframt til að málsgrein í kafla 4.1. í aðalskipulagi varðandi kröfu um deiliskipulag verði endurskoðað vegna þeirrar óvissu og óskýrleika sem málsgreinin hefur valdið.







Á 15. fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd jafnframt til að felld verði út eftirfarandi setning í kafla 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024: "Framkvæmdir skv. liðum eru allar deiliskipulagsskyldar", vegna óskýrleika ákvæðisins eins og dreifbýlisráðið hefur bent á, og á meðan unnið er að því að fella setninguna úr aðalskipulagi verði ný mál ekki tekin til afgreiðslu án deiliskipulags frá og með samþykkt bæjarstjórnar á tillögu þessari.







Eftir að kvöðin verður felld úr aðalskipulagi gefst ráðrúm til að vinna með íbúum í dreifbýli og dreifbýlisráði að endurskoðun byggingarheimilda samkvæmt aðalskipulagi.



Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.



Bæjarstjórn vísaði á 19. fundi sínum málinu til næsta bæjarráðsfundar.
Bæjarráð telur að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en leggur áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi.

Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.

32.Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lögð fram ný samþykkt um gatnagerðargjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum og öðrum samanburðargögnum.



Bæjarráð samþykkti, á 16. fundi sínum, gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti á 19. fundi sínum, að vísa samþykkt um gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrám í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykktir gatnagerðagjöld og þjónustugjaldskrár í skipulags- og byggingarmálum ásamt lóðarreglum með áorðnum breytingum og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

33.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lögð drög að reglum sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar.



Bæjarráð samþykkti reglurnar á 16. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 19. fundi sínum, að vísa þeim til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykktir reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar og vísaði til síðari umræðu í bæjarstjórn

34.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykktar voru á 17. fundi bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrárnar á 18. fundi sínum og vísaði til umsagnar í fastanefndum og frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár fyrir 2024 og vísar þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

35.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 18. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ragnar vék af fundi

36.Hólar 5a - fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju fyrirspurn eigenda Hóla 5a um afstöðu sveitarfélagsins til breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. gr. laganna, og breytingu á deiliskipulag "sumarhúss Andrésar" í samræmi við 1. mgr. 40 gr. langanna.



Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í blandaða landnotkun frístundabyggðar (F) og íbúðarbyggðar (ÍB) sbr. gr. 4.3.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.



Í fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins þannig að það taki til Hóla 5a, tveggja frístundasvæða sem nú þegar eru á aðalskipulagi, lögbýlisins Hóla og Hóla 2 í samræmi við gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.



Á 16. fundi skipulagsnefnd tók nefndin fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi "sumarhúss Andrésar". Nefndin taldi að um sé að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi (veruleg breyting á landnotkun, líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila og/eða stór svæði?) og verulega breytingu á deiliskipulagi og að málsmeðferð verði háttað í samræmi við það.



Heimild sveitarfélagsins fyrir skipulagsgerðina er háð samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu og fó nefndin skipulagsfulltrúa að funda með landeigendum. Að fengnu samþykki annarra landeigenda, skal sækja formlega um heimild til skipulagsnefndar til þess að vinna skipulag og leggja samtímis fram sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Ragnar kom aftur inn á fundinn.

Fundi slitið - kl. 19:49.

Getum við bætt efni síðunnar?