Fara í efni

Bæjarstjórn

22. fundur 29. febrúar 2024 kl. 17:00 - 18:07 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) Forseti
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Jón Sindri Emilsson
  • Hrefna Gissurardóttir
Fundargerð ritaði: Hrefna Gissurardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð - 19

Málsnúmer 2402003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 19. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók RMR, JBSJ.

Bókun Í listans
Bæjarfulltrúar Íbúalistans harma þá stjórnsýslu sem þetta mál hefur fengið hjá bæjarfulltrúum og nefndarmönnum H-listans auk bæjarstjóra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæjarfulltrúa Íbúalistans þess efnis að málið yrði unnið samkvæmt skipulagslögum, aðalskipulagi og öðrum samþykktum sveitarfélagsins var því ætíð hafnað af meirihlutanum. Til að kóróna þessi óvönduðu vinnubrögð meirihlutans þá munu skattgreiðendur bera kostnað af frágangi svæðisins.

Erla Friðriksdóttir
Heiðrún Höskuldsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

2.Dreifbýlisráð - 2

Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá öðrum fundi dreifbýlisráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 11

Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 11. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Ungmennaráð - 4

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Skipulagsnefnd - 19

Málsnúmer 2401005FVakta málsnúmer

Lögð fram 19. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundarboð á aðalfund SSV 2024

Málsnúmer 2402028Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund SSV 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 941. fundar stjórnar sambandsins frá 12. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 220. fundar breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna

Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Mílu ehf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara um Aðalgötu, Árnatún, Höfðagötu, Lágholt, Silfurgötu, Skólastíg og Sundabakka.



Bæjarráð samþykkti,á 19. fundi sínum, að veita Mílu framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um Aðalgötu, Árnatún, Höfðagötu, Lágholt, Silfurgötu, Skólastíg og Sundabakka og fól verkefnastjóra framkvæmda- og eigna og bæjarverkstjóra að fylgja á eftir málinu og hafa eftirlit með frágangi og framkvæmdum fyrir hönd sveitarfélagsins.



Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

10.Lántaka

Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn sveitarfélagsins um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Þá er einnig lögð fram tillaga að bókun sem bæjarráð lagði til að bæjarstjórn myndi samþykkja.
Lánssamningur nr. 2403_07.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatnaframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Lánssamningur nr. 2403_06.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun vegna fyrirhugaðrar lántöku með fjórum atvkæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þórhildar Eyþórsdóttur, fulltrúa H-listans, en Ragnar Már Ragnarsson, Erla Friðriksdóttir og Heiðrún Höskuldsdóttir, fulltrúar Í-listans, sitja hjá.

Til máls tók EF, JBSJ,

Bókun Í listans:
Fyrir liggur að þessi lántaka fullnýtir heimild til lántöku skv. fjárhagsáætlun ársins. Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Erla Friðriksdóttir

11.Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 2402013Vakta málsnúmer

Lögð fram kröfulýsingu ásamt tilkynningu frá óbyggðanefnda þar sem gert er tilkall til flestra eyja og skerja á Breiðafirði. Á 19. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólms andmælir kröftuglega fyrirliggjandi kröfulýsingu ríkisins varðandi eyjar og sker, enda er krafan óskýr og hún haldin efnis- og formlegum annmörkum.

Bæjarstjórn bendir í því sambandi á að engin landfræðileg afmörkun er á svæðum með kröfulínum sem dregnar eru milli tiltekinna punkta líkt og athugasemdir með lögum nr. 34/2020, sem umrædd málsmeðferð byggir á, gerði ráð fyrir að þannig að skýrt sé að öll landsvæði innan ákveðna marka í kröfu ríkisins séu lýst þjóðlendur og að undanskildar séu tilteknar eyjar eða aðrar landfræðilegar einingar innan umræddra marka sem séu eignarlönd. Ljóst er að kröfugerð ríkisins þarf að vera skýr hvað þetta varðar í ljósi þess að stórstraumsfjöruborð er ekki þekkt landfræðileg lína, en sér í lagi er mikilvægt að draga umrædda línu til að tryggja nauðsynlegan skýrleika sem þjóðlendulögin gera ráð fyrir.

Bæjarstjórn telur það vera alvarlegan ágalla á kröfugerð ríkisins að ekki er minnst á netlög þrátt fyrir skýra eignaréttarlega stöðu netlaga sem eru 115 metra frá stórstreymisfjöruborði landeignar eða niður á 6,88 metra dýpi, en sú eignarréttarlega staða er óumdeild enda fjallað um hana í fjölmörgum ákvæðum laga, sbr. t.d. laga nr. 58/1998 og 61/2006, 90/2011 og 132/2011. Í kröfugerð ríkisins er þannig gerð krafa í eyjar og sker óháð því hvort svæðin liggi innan netlaga og ættu samkvæmt því að vera háð eignarrétti samkvæmt almennum lagaskilgreiningum. Bæjarstjórn telur að ótækt sé að íslenska ríkið geri kröfur í eyjar og sker innan netlaga jarða, þvert ofan í gildandi lagareglur um eignarrétt á netlögum enda er ríkið þá að véfengja þýðingu lagareglna en ekki inntak heimilda. Bendir bæjarstjórn á að að nauðsynlegt sé að greina lögfræðilega stöðu netlaga jarða á strönd meginlands Íslands og eyja, sem eignaréttur er ekki véfengdur á og að mikilvægt sé að kröfugerð verði endurunnin með það að markmiði að gera hana landfræðilega skýrari með áherslu á afmörkun kröfusvæðis gagnvart stórstraumsfjöruborði og netlögum meginlands Íslands og eyja sem eignarréttur er ekki vefengdur á. Þá sé mikilvægt að farið sé kerfisbundið yfir kröfulýsingu og felldar verði út tilgreindar eyjur og sker sem eru nú landföst og utan málsmeðferðar Óbyggðanefndar.

Bæjarstjórn bendir á að frekari afmörkun ríkisins sé nauðsynleg til að tryggja vandaða málsmeðferð, en hætta er á að vegna fjölda mála sem eru undir vegna skorts á nánari afmörkun af hálfu lögmanna ríkisins muni það koma til með að koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra svæða þar sem heimildarrýni er mikilvæg. Í því sambandi hvetur bæjarstjórn til þess að ríkið afmarki sig við markmið laganna, þ.e. að greiða úr óvissu um eignarrétt á landi, en slík óvissa er ekki fyrir á Breiðafirði enda þar enginn afréttur eða lagalega óvissa til staðar. Ríkið er beinlínis að búa til ágreining sem er ekki fyrir hendi með fyrirliggjandi kröfulýsingu. Í þessu sambandi vísar bæjarstjórn til umsagnar Æðarræktarfélags Íslands við frumvarp til breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 sem varð að lögum nr. 34/2020.

Þá sé mikilvægt að farið sé yfir sérlög og heimildir sem taka til svæða innan málsmeðferðarsvæðisins og bendir á að í frumvarpi að lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, kemur fram af hálfu ríkisins að um 200 hólmar og eyjar séu í eigu opinberra aðila eða nálægt 8% Breiðafjarðareyja, en ríkið er í fyrirliggjandi kröfugerð sinni að gera kröfu um að 98% eyja, skerja og hólma í Breiðafirði séu þjóðlendur í eigu ríkisins samkvæmt kröfunni þvert gegn því sem ríkið heldur fram í frumvarpi með lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar.

Bæjarstjórn krefst þess, á grunni framangreinds, að fjármála- og efnahagsráðherra beini því til lögmanna ríkisins að endurskoða kröfugerð ríkisins heildstætt vegna augljós óskýrleika á kröfu ríkisins og þeirra form- og efnisgalla sem fyrir liggja með vísan til meðalhófsreglu, jafnræðisreglu, lögmætisreglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.

Bæjarstjórn beinir því jafnframt til Óbyggðanefndar að hún yfirfari kröfugerð ríkisins og taki það til umfjöllunar hvort kröfugerð ríkisins uppfylli þau skilyrði um skýrleika sem þjóðlendulögin gera ráð fyrir, en bæjarstjórn telur í ljósi framangreinds ljóst að kröfugerðin uppfylli ekki kröfu um skýrleika. Mikilvægt er að Óbyggðanefnd setji fram skýra afstöðu um hvaða kröfur séu gerðar til skýrleika kröfugerðar, bæði gagnvart ríkinu og landeigendum, en m.a. er í kröfugerð ríkisins gerð krafa um nafngreindar eyjar og sker sem eru hluti meginlands og geta ekki fallið undir það svæði sem Óbyggðanefnd er að taka fyrir og þá eru kröfulínur ekki dregnar milli tiltekinna punkta líkt og athugasemdir með lögum nr. 34/2020 gerðu ráð fyrir. Í því sambandi óskar bæjarstjórn eftir því að Óbyggðanefnd upplýsi á hvaða kortagrunni ætti að byggja til að afmarka stórstraumsfjöruborð. Bæjarstjórn óskar jafnframt eftir því að Óbyggðanefnd staðfesti jafnframt að kröfulýsingarfresti verði frestað ótímabundið þar til ríkið hafi lokið við nauðsynlega endurskoðun á kröfugerð sinni, sbr. hér að framan.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma á framfæri við ráðherra og Óbyggðanefnd nánari rökstuðningi framangreindu til stuðnings.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda ályktun.

12.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Á 19. fundi bæjarráðs mætti skólastjóri Leikskólans í Stykkishólmi til fundar vegna undirbúnings skóladagatals 2024-2025. Bæjarráð þakkaði skólastjóra yfirferðina og lýsti ánægju yfir jákvæðum áhrifum sem vinna sveitarfélagsins við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi og fyrirliggjandi aðgerðaráætlun sem unnið er eftir hefur haft á starfsemi leikskólans. Bæjarráð samþykkti tvo undirbúningsfundi fyrir skólaárið 2024-2025 sem lið af aðgerðaráætlun sveitarfélagsins, en öðrum aðgerðum er þegar lokið eða í vinnslu. Aðgerð sem snýr að Regnbogalandi þarfnast nánari skoðun og útfærslu hjá skóla- og fræðslunefnd. Bæjarráð vakti sérstaka athygli á því að það stendur til að leggja grunn að húsnæði í skógræktinni í sumar og byggja upp á næsta ári.



Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

13.Saurar 9 deiliskipulag (Vigraholt)

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lagðar fram vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.



Á 19. fundi skipulagsnefndar kynntu landeigendur og skipulagsráðgjafar þeirra tillögurnar fyrir nefndinni. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim uppfærslum sem ræddar voru á fundinum.



Nefndin kallaði einnig eftir frekari upplýsingum um staðhætti þ.e. nákvæmari staðsetningu/hnitsetningu vega, lóðarmarka og byggingarreita í áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar sem byggi á tiltækum kortagrunnum og vettvangsskoðun þar sem sérstaklega verði hugað að verndun votlendis, mýra og birkikjarrs.



Bæjarráð staðfesti, á 19. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkti að vinnslutillaga vegna aðalskipulagsbreytingar verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

14.Víkurhverfi dsk br - 12 íbúðir fyrir Brák

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 19. fundi sínum þann 30. nóvember sl að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundir voru haldnir 19. desember og 11. janúar.



Á 19. fundi skipulagsnefndar var lögð fram samantekt af athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma vegna tillögunnar ásamt tillögu að svörum nefndarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð samþykkri, á 19. fundi sínum tillögu að svörum og fól skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum svörum og koma þeim á framfæri við viðeigandi aðila. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og að ferlinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjaráðs með fjórum atvkæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þórhildar Eyþórsdóttur, fulltrúa H-listans, en Ragnar Már Ragnarsson, Erla Friðriksdóttir og Heiðrún Höskuldsdóttir, fulltrúar Í-listans, sitja hjá.


Til máls tók RMR,SIM,

Bókun Íbúalistans:
Íbúalistinn hefur bent á aðrar hagkvæmari lausnir fyrir lóðir fyrir Brák og Bríet og þá sérstaklega þéttingu byggðar. Afar óheppilegt er að forsendur um stærð húsnæðis lágu ekki fyrir áður en farið var í síðustu deiliskipulagsbreytingar þar sem tekið var fram að forsendur þess að farið væri í þessar deiliskipulagsbreytingar og framkvæmdir væri til að útvega lóðir fyrir leigufélögin. Einnig bendum við á að ekkert tillit hefur verið tekið til athugasemda íbúa á auglýsingatíma við hvoruga þessara breytinga.

Íbúalistinn
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Erla Friðriksdóttir

15.Þingskálanes, Hamrar, Gæsatangi - deiliskipulag

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsnefndar var lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og tillaga að svörum nefndarinnar.



Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og var því hvorki kynnt skipulagslýsing né vinnslutillaga í samræmi við 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 13.12.2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundur var haldinn 19. desember sl.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum, m.a. að lágmarka rask á náttúrulegu yfirborði, þ.m.t. birkiskógi og kjarri, votlendi og sjávarfitjum og huga að mótvægisaðgerðum reynist nauðsynlegt að fjarlægja birkiskóg/kjarr. Þá lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja að deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð staðfesti, á 19. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og að ferlinu verði lokið í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

16.Bjarnarhöfn - Uppskipting lands

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um, f.h. Brynjar Hildibrandssonar og Hrefnu Garðarsdóttur, landeiganda Bjarnarhafnar (L-136926, skráð 2209,9 ha) uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingu og breytingar á skráningum. Auk hnitsettra uppdrátta eru einnig lögð fram undirrituð og þinglýst jarðamörk Bjarnarhafnar og Selja (L-136957).





1. Bjarnarhöfn 4: 720,8 ha skiki. Var áður Bjarnarhöfn. (lögbýlið)

2. Bjarnarhafnarkirkja: 3712 m2 lóð.

3. Bjarnarhöfn 3: 694,2 ha skiki

4. Geldinganes: 83,6 ha skiki.

5. Stóra Hraun: 663,5 ha skiki.





Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingar og breytingar á skráningum samkvæmt framlögðum gögnum.



Bæjarráð staðfesti, á 19. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu dreifbýlisráðs.



Bæjarráð vísaði afgreiðslunni jafnframt til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
Ragnar Már Ragnarsson víkur af fundi

17.Hólar 5a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um heimild sveitarfélags til að vinna breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og deiliskipulag fyrir Hóla 5a, sem er 3,2 ha spilda í landi Hóla. Spildan er í dag skráð sem landbúnaðarland og fylgja byggingarheimildir heimildum Hólajarðarinnar skv. skipulagsskilmálum aðalskipulags.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 19. fundi sínum, fyrir sitt leyti að heimila landeigendum Hóla 5a að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a í samræmi við 40-42. gr. laganna.



Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð og fyrirhuguð deiliskipulagsgerð feli í sér heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús á Hólum 5a.



Nefndin gerði jafnframt kröfu um að deiliskipulagið verði í framtíðinni grunnur að allri uppbyggingu á Hólajörðinni í samræmi við byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi fyrir landbúnaðarsvæði, íbúðarbyggð og frístundabyggð. Jafnframt gerði nefndin kröfu um að framtíðarskipulag fyrir jörðina taki mið af heildarsamhengi uppbyggingar þannig að það myndi heildstæða einingu í samræmi við 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga.



Bæjarráð staðfesti, á 19. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum þar sem Ragnar Már Ragnarsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Ragnar Már Ragnarsson kemur aftur inná fund

18.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes (L-136950) samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 3.10.2023 sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.



Þá er lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því sé framkvæmdin ekki háð mati áumhverfisáhrifum ásamt umsögn skipulagsfulltrúa um málið, ásamt öðrum gögnum sem tengjast málinu.



Bæjarráð lagði til, á 19. fundi sínum, við bæjarstjórn að fallast á umsögn/tillögu skipulagsfulltrúa, dags. 21. febrúar 2024, um útgáfu framkvæmdaleyfis, og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

19.Gjaldskrá - Höfðaborg

Málsnúmer 2402021Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir þjónustu Höfðaborgar.



Bæjarráð samþykkti, á 19. fundi sínum, gjaldskrá með þeirri breytingu að almennt gjald skv. endurskoðaðri gjaldskrá hækki um 500 kr. og lagði til við bæjarstjórn samþykkja gjaldskránna með áorðnum breytingum.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

20.Sjálfbærnistefna Snæfellsness

Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer

Lögð fram sjálfbærnistefna Snæfellsness sem jafnframt verður lögð fram til samþykktar hjá öllum sveitarstjórnum meðlima Byggðasamlags Snæfellinga.



Bæjarráð samþykkti, á 19. fundi sínum, stefnu Snæfellsness í sjálfbærri þróun og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir stefnu Snæfellsness í sjálfbærri þróun.

21.Sala á ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Helgafellssveitar

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Lagt er fram kauptilboð frá Mílu hf. og drög kaupsamningi vegna áforma um sölu á ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Helgafellssveitar til Mílu hf. í kjölfar viðræðna við félagið undanfarna mánuði ásamt öðrum gögnum sem tengjast umræddri sölu. Gert er ráð fyrir að Míla hf. taki yfir réttindi og skyldur gagnaveitunnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Lagt er til að salan verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi gagna og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá sölunni í samræmi við fyrirliggjandi gögn, þar með talið að fara með hluthafavald sveitarfélagsins á hluthafafundi Gagnaveitu Helgafellssveitar ehf., kt. 650414-1520.



Bæjarráð samþykkti, á 19. fundi sínum, sölu á Gagnaveitu Helgafellssveit í samræmi við fyrirliggjandi gögn og lagði til við bæjarstjórn samþykkja hana og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá sölunni í samræmi við fyrirliggjandi gögn, þar með talið að fara með hluthafavald sveitarfélagsins á hluthafafundi Gagnaveitu Helgafellssveitar ehf., kt. 650414-1520.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða sölu á Gagnaveitu Helgafellssveitar og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni í samræmi við fyrirliggjandi gögn, þar með talið að fara með hluthafavald sveitarfélagsins á hluthafafundi Gagnaveitu Helgafellssveitar ehf., kt. 650414-1520.

22.Saurar 9-vegur framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Vigraholt ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Saura 9, samkvæmt famlögðum uppdrætti dags 5.10.2023. Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísaði skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði aðkomuleið að fyrirhugaðri frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu. Vegurinn liggur að hluta til eftir um gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi). Lögð er fram undirrituð yfirlýsing landeigenda Arnarstaða um heimild til uppbyggingar og veglagningu á þeirra landi, heimild Vegagerðinnar vegna tengingar við Skógarstrandaveg (Stykkishólmsveg) við Vogaskeið og umsögn Minjastofnunar, sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu umrædds vegar. Á 14. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi sem liggur eftir gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi) frá Vogaskeiði að Sauravegi ásamt afleggjara að sjö lóðum samkvæmt framlögðum gögnum og að öllum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 uppfylltum.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 15. fundi sínum.



Málið er lagt fram til samþykktar í bæjarstjórn með áorðnum breytingum í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með vísan til fyrirliggjandi gagna að grenndarkynna framkvæmdaleyfi vegna Vigraholtsvegar, hafi skriflegt samþykki Saura 6 og Saura 7 ekki borist fyrir 6. mars nk., og framkvæmdaleyfi vegna Vigranesvegar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 8. gr. rlg. nr. 772/2012 og er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi hafi engar efnislegar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða fyrir liggur skiflegt samþykki frá Saurum 6 og Saurum 7 hvað varðar framkvæmdaleyfi vegna Vigraholtsvegar.

23.Ósk um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi

Málsnúmer 2402032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur, bæjarfulltrúa, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Stykkishólms.
Bæjarstjórn veitir bæjarfulltrúa Ragnheiði Hörpu Sveinsdóttur lausn frá störfum í bæjarstjórn frá og með fundi bæjarstjórnar 29. febrúar 2024. Heiðrún Höskuldsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Stykkishólms frá og með sama tíma.

Samþykkt samhljóða.

24.Kjör nefnda í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingar Í-listans á mönnun í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins:

Ragnar Már Ragnarsson tekur sæti sem varafulltrúi á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur.

Ragnar Már Ragnarsson tekur sæti sem varamaður í fulltrúaráði Svæðisgarðs Snæfellsness í stað Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur.

Ragnar Már Ragnarsson tekur sæti sem varamaður í skipulagsnefnd í stað Önnu Ingibjargar Hallgrímsdóttur.

Erla Friðriksdóttir tekur sæti sem varamaður í atvinnu- og nýsköpunarnefnd í stað Þórleifar Hjartardóttur.

25.Fulltrúi á aðalfundum og málþingum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Málsnúmer 2306043Vakta málsnúmer

Lagt til að Ragnar Már Ragnarsson taki stöðu Ragnheiðar Hörpu sem varamaður á aðalfundum og málþingum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Ragnar Már Ragnarsson taki stöðu Ragnheiðar Hörpu sem varamaður á aðalfundum og málþingum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

26.Kosningar í bæjarráð

Málsnúmer 2006055Vakta málsnúmer

Lagt til að Ragnar Már Ragnarsson taki stöðu Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur í bæjarráði og Haukur Garðarsson taki stöðu Ragnars sem varamaður.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Ragnar Már Ragnarsson taki stöðu Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur sem aðalmaður í bæjarráði og að Haukur Garðarsson taki stöðu Ragnars Más Ragnarssonar sem varamaður í bæjarráði.

27.Starf skólastjóra - auglýsing

Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

28.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Getum við bætt efni síðunnar?