Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda
Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir sitt leyti.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir sitt leyti.
3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var hvernig hægt væri að gera starfið meira aðlaðandi.
Skóla- og fræðslunefnd styður hugmyndir umsjónarmanns um styrkingu starfsins. Skóla- og fræðslunefnd leggur til að umsjónarmaður fái 75% starfshlutfall til að tími skapist til að skipuleggja starfið betur þar sem óánægja hefur verið meðal foreldra um starfið í vetur. Einnig leggur nefndin til að íþrótta- og æskulýðsnefnd taki til umsagnar hugmynd nefndarinnar um að frístundastarf Regnbogalands verði fært undir umsjá íþrótta- og tómstundafulltrúa í stað þess að hún sé hluti af starfsemi Grunnskólans.
Rætt var hvernig hægt væri að gera starfið meira aðlaðandi.
Skóla- og fræðslunefnd styður hugmyndir umsjónarmanns um styrkingu starfsins. Skóla- og fræðslunefnd leggur til að umsjónarmaður fái 75% starfshlutfall til að tími skapist til að skipuleggja starfið betur þar sem óánægja hefur verið meðal foreldra um starfið í vetur. Einnig leggur nefndin til að íþrótta- og æskulýðsnefnd taki til umsagnar hugmynd nefndarinnar um að frístundastarf Regnbogalands verði fært undir umsjá íþrótta- og tómstundafulltrúa í stað þess að hún sé hluti af starfsemi Grunnskólans.
4.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
5.Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu - Sveitarfélagið Stykkishólmur
Málsnúmer 2305016Vakta málsnúmer
Lögð fram tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll. Niðurstaðan varð sú að 13 af félagsmönnum Kjalar sem starfa í leikskólanum í Stykkishólmi samþykktu verkfallsboðun af alls 15 greiddum atkvæðum. Vinnustöðvanir munu hefjast klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní 2023. Þá eru lögð fram önnur gögn vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
6.Styrking leikskólastarfs
Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer
Skóla- og fræðslunefnd lagði til að samráðsfundur um styrkingu leikskólans í Stykkishólmi yrði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Bæjarráð staðfesti tillögu skóla- og fræðslunefndar og hefur fundurinn verið boðaður.
Bæjarráð staðfesti tillögu skóla- og fræðslunefndar og hefur fundurinn verið boðaður.
Sigrún kynnti efni fundarins og hvatti alla sem hafa verið boðaðir á fundinn að mæta.
7.Erindi frá samtökunum 22
Málsnúmer 2304007Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi til skóla- og fræðslunefndar frá samtökunum 22.
Lagt fram til kynningar.
8.Innleiðing farsældarlaga
Málsnúmer 2304021Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla mennta- og barnamálaráðuneytisins um innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.
9.Samkomulag við Eyja- og Miklaholtshrepp um þjónustu í skólamálum o.fl.
Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer
Á 9. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Bæjarráð tók á fundi sínum jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Fyrir bæjarstjórn eru lagðar tillögur að samningum sveitarfélaganna.
Á 13. fundi sínum samþykkti bæjastjórn samningana.
Á 13. fundi sínum samþykkti bæjastjórn samningana.
Lagt fram til kynningar.
10.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2023-2024
Málsnúmer 2304030Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2023-2024. Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð beiðni skólastjóra um kennslukvóta við Grunnskólann í Stykkishólmi skólaárið 2023-2024 og tillögur skólastjóra um stuðningsfulltrúa og ráðningu í 50% stöðu forfallakennara. Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn sem staðfesti á 13. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.
11.Ráðning skólastjóra
Málsnúmer 2102042Vakta málsnúmer
Á 14. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms, þann 11. maí, samþykkti bæjarstjórn að ráða Heimi Eyvindarson í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Ákvörðun bæjarstjórnar er byggð á niðurstöðu ráðgjafa Attentus og hæfninefndar sem taldi Heimi mæta best þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um starfið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið.
Niðurstöður skólapúlsins verða sendar nefndarmönnum í tölvupósti og ræddar nánar í haust. Rætt var um skort á tónmenntakennslu í skólanum þar sem ekki hefur fengist kennari.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi fyrir sitt leyti.