Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Bæjarráð - 15
2.Skipulagsnefnd - 14
Málsnúmer 2309003FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Skóla- og fræðslunefnd - 9
Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 9. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 30
Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 30. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
5.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2
Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer
Lögð fram 2. fundargerð umhverfis- og náttúruvernarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku:HH,JBJ og RMR
Til máls tóku:HH,JBJ og RMR
6.Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits
Málsnúmer 2310022Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Lagt fram til kynningar.
7.Snjómokstur gatna og gönguleiða
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá húseigendum í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu á 14. fundi sínum til næsta fundar. Einnig er lagt fram bréf sem ritað er undir f.h. lóðarhafa í Arnarborg, dags.12. október 2023.
Bæjarráð tók á 15. fundi sínum fram að með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hafi skapast þörf til að rýna og skoða þjónustustig í víðum skilningi í hinu sameinaða sveitarfélagi með tilliti til jafnræðis. Í þessu sambandi benti bæjarráð m.a. á að sami fasteignaskattur er lagður á sumarhús í Arnarborgum og á önnur sumarhús í sveitarfélaginu, en snjómokstur er fjármagnaður með skatttekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð benti jafnframt á að hefðbundin þjónusta í snjómokstri er skilgreind í reglum um snjómokstur í sveitarfélaginu hverju sinni og getur sú þjónusta tekið breytingum í samræmi áherslur hverju sinni.
Á grundvelli framangreinds sá bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð tók á 15. fundi sínum fram að með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hafi skapast þörf til að rýna og skoða þjónustustig í víðum skilningi í hinu sameinaða sveitarfélagi með tilliti til jafnræðis. Í þessu sambandi benti bæjarráð m.a. á að sami fasteignaskattur er lagður á sumarhús í Arnarborgum og á önnur sumarhús í sveitarfélaginu, en snjómokstur er fjármagnaður með skatttekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð benti jafnframt á að hefðbundin þjónusta í snjómokstri er skilgreind í reglum um snjómokstur í sveitarfélaginu hverju sinni og getur sú þjónusta tekið breytingum í samræmi áherslur hverju sinni.
Á grundvelli framangreinds sá bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
8.Saurar 9 deiliskipulag
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagslýsing frá Arkís arkitektum, f.h. Vigraholts ehf., vegna nýs deiliskipulags og breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu í landi Saura 9.
Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 15. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna.
Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 15. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefnar og að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.
9.Saurar 9 - stofnun lóða
Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Vigraholts ehf. um stofnun lóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024, samkvæmt framlögðum uppdrætti.
Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 vera í samræmi við Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og samþykkti fyrir sitt leyti stofnun lóðanna samkvæmt framlögðum uppdrætti í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Þá tók nefndin fram að ef ekki liggi fyrir undirritað samþykki landeigenda aðliggjandi jarða og landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 15. fundi sínum og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn.
Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 vera í samræmi við Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og samþykkti fyrir sitt leyti stofnun lóðanna samkvæmt framlögðum uppdrætti í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Þá tók nefndin fram að ef ekki liggi fyrir undirritað samþykki landeigenda aðliggjandi jarða og landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 15. fundi sínum og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
10.Styrking leikskólastarfs - Betri vinnutími
Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í tengslum við styrkingu leikskólastarfs voru lagðar fyrir 15. fund bæjarráðs tillögur að útfærslu á betri vinnutíma í tengslum við styrkigingu leikskólastarfs í Stykkishólmi, en á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar studdi nefndin fyrirliggjandi tillögur um betri vinnutíma. Nefndin tók þó fram að nauðsynlegt sé taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár.
Skóla- og fræðslunefnd lagði jafnframt til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Á 15. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillöguna með áorðnum breytingum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til afgreiðslu tillaga bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma í tengslum við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi. Jafnframt er lagt til að öðrum aðgerðum samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og snúa að bæjarstjórn sé vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Skóla- og fræðslunefnd lagði jafnframt til á 9. fundi sínum að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.
Á 9. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við skýrslum um styrkingu leikskólans.
Á 15. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillöguna með áorðnum breytingum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til afgreiðslu tillaga bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma í tengslum við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi. Jafnframt er lagt til að öðrum aðgerðum samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og snúa að bæjarstjórn sé vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma sem lið yfirstandandi vinnu við að styrkja leikskólastarf í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn vísar öðrum aðgerðum til styrkingar leikskólastarf í Stykkishólmi, samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun, sér í lagi þeim sem snúa að bæjarstjórn, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Bæjarstjórn vísar öðrum aðgerðum til styrkingar leikskólastarf í Stykkishólmi, samkvæmt fyrirliggjandi aðgerðaráætlun, sér í lagi þeim sem snúa að bæjarstjórn, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
11.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar frá 14. september til 9. október sl. Lagðar eru fram þær umsóknir sem bárust ásamt tillögu að úthlutun. Lagt er til að bæjarstjórn vísi afgreiðslu málsins til bæjarráðs og að bæjarráði verði veitt fullnaðarumboð til afgreiðslu þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
12.Reitarvegur 7-17
Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn Arnars Hreiðarssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna Reitarvegs 7-17, sem felst í minnkun byggingarreits og lóðar til samræmis við byggingu á Reitarvegi 5, fækkun iðnaðarbila úr 5 í 2-3, notkun stálgrindar í stað steyptra útveggja og afnámi ákvæðis um girðingu.
Á 14. fundi sínum fellst skipulagsnefnd ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.
Bæjarráð samþykkti, Á 15. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar. Bæjarráð fól skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd að rýna í deiliskipulag svæðisins m.t.t. endurskoðunar í samræmi við þá eftirspurn og þarfir sem uppi eru í samfélaginu. Bæjarráð ákvað að lóðin verði tekin af úthlutunarlista á meðan deiliskipulag er endurskoðað. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Á 14. fundi sínum fellst skipulagsnefnd ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.
Bæjarráð samþykkti, Á 15. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar. Bæjarráð fól skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd að rýna í deiliskipulag svæðisins m.t.t. endurskoðunar í samræmi við þá eftirspurn og þarfir sem uppi eru í samfélaginu. Bæjarráð ákvað að lóðin verði tekin af úthlutunarlista á meðan deiliskipulag er endurskoðað. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
13.Erindi frá Svæðsgarðinum
Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer
Lagt fram formlegt erindi Svæðisgarðsins þar sem þess er farið á leit að staðfesta vilja til áframhaldandi starfsemi Svæðisgarðsins. Á 15. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir áframhaldandi samstarf í Svæðisgarði Snæfellsnes.
14.Ungmennaráð
Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að skipan ungmennaráðs í samræmi við tillögur hlutaðeigandi aðila.
Bæjarstjór samþykkir eftirtalda í Unmennaráð: Ragnar sat hjá vegna tengsla.
Aðalmaður Heiðrún Edda Pálsdóttir FSN
Aðalmaður Bjarni þormar Pálsson
Aðalmaður Hera Guðrún Ragnarsdóttir
Varamaður Valdís María Eggertsdóttir Snæfell
Aðalmaður Petrea Mjöll Elvarsdóttir
Aðalmaður Oddfreyr Atlason
Varamaður Jónas Már Kjartansson GSS
Aðalmaður Ágústa Arnþórsdóttir
Aðalmaður Hjalti Jóhann Helgason
Varamaður Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir
Aðalmaður Heiðrún Edda Pálsdóttir FSN
Aðalmaður Bjarni þormar Pálsson
Aðalmaður Hera Guðrún Ragnarsdóttir
Varamaður Valdís María Eggertsdóttir Snæfell
Aðalmaður Petrea Mjöll Elvarsdóttir
Aðalmaður Oddfreyr Atlason
Varamaður Jónas Már Kjartansson GSS
Aðalmaður Ágústa Arnþórsdóttir
Aðalmaður Hjalti Jóhann Helgason
Varamaður Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir
15.Gjaldskrár 2024
Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykktar voru á 17. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti gjaldskrárnar á 15. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti gjaldskrárnar á 15. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólms fyrir 2024 og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH og JBSJ
Til máls tóku:HH og JBSJ
16.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 (fyrri umræða)
Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til fyrri umræði í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlunina á 15. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlunina á 15. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH og JBSJ
Til máls tóku:HH og JBSJ
17.Lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Málsnúmer 2310044Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað bæjarritara þar sem lagt er til að sveitarfélagið óski eftir 60 millj. kr. lántöku sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, til viðbótar við áætlaðar lántökur, og tillaga að bókun bæjarstjórnar vegna umræddrar lántöku sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatna- og fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006
Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir umræddu láni í viðauka sem tekin verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Bókun Í-lista
Upphafleg fjárhagsáætlun fyrir 2023 sem var samþykkt í desember 2022 var gert ráð fyrir lántöku upp á 60 milljónir. Í mars 2023 var sótt um lán upp á 100 milljónir þar sem gerð voru mistök í áætlanagerð og því skekkja upp á 40 milljónir á lánsþörf. Að auki er nú lögð til lántaka upp á 60 milljónir vegna skorts á handbæru fé með vísan í hærri afborgana lána í október. Það var vitað við gerð áætlunarinnar að afborganir lána eru hærri í apríl og október og hefur því væntanlega verið gert ráð fyrir því í sjóðstreymi ársins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu afhverju skortur er á handbæru fé en það hefði átt að koma fram miklu fyrr. Síðustu fregnir sem bæjarfulltrúar fengu af fjárhagsstöðunni voru þær að tekjur væru að hækka vonum framar, þar á undan var það bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Því slær það skökku við að að nú þurfi að bæta í lántöku, sérstaklega í ljósi þess að stærsta framkvæmd ársins, gatnagerð í Víkurhverfi, sem var áætlaðar 150 milljónir er ekki hafin en handbært fé hefði þurft að duga fyrir því líka. Ítrekað skal að Íbúalistinn samþykkti ekki áætlanagerð ársins og var það að stærstum hluta vegna fyrrnefndarar framkvæmdar sem okkur þótti ekki rétt tímasettar miðað við efnahagsástand í landinu og stöðu sveitarfélagsins. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir er ekki hægt að draga aðra ályktun en að kostnaður sé að hækka talsvert umfram tekjur sveitarfélagsins og spurning hvar við stöndum með greiðslu á framkvæmdum vegna Víkurhverfisins.?
Ragnar Már Ragnarsson
Ingveldur Eyþórsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatna- og fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006
Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir umræddu láni í viðauka sem tekin verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Bókun Í-lista
Upphafleg fjárhagsáætlun fyrir 2023 sem var samþykkt í desember 2022 var gert ráð fyrir lántöku upp á 60 milljónir. Í mars 2023 var sótt um lán upp á 100 milljónir þar sem gerð voru mistök í áætlanagerð og því skekkja upp á 40 milljónir á lánsþörf. Að auki er nú lögð til lántaka upp á 60 milljónir vegna skorts á handbæru fé með vísan í hærri afborgana lána í október. Það var vitað við gerð áætlunarinnar að afborganir lána eru hærri í apríl og október og hefur því væntanlega verið gert ráð fyrir því í sjóðstreymi ársins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu afhverju skortur er á handbæru fé en það hefði átt að koma fram miklu fyrr. Síðustu fregnir sem bæjarfulltrúar fengu af fjárhagsstöðunni voru þær að tekjur væru að hækka vonum framar, þar á undan var það bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Því slær það skökku við að að nú þurfi að bæta í lántöku, sérstaklega í ljósi þess að stærsta framkvæmd ársins, gatnagerð í Víkurhverfi, sem var áætlaðar 150 milljónir er ekki hafin en handbært fé hefði þurft að duga fyrir því líka. Ítrekað skal að Íbúalistinn samþykkti ekki áætlanagerð ársins og var það að stærstum hluta vegna fyrrnefndarar framkvæmdar sem okkur þótti ekki rétt tímasettar miðað við efnahagsástand í landinu og stöðu sveitarfélagsins. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir er ekki hægt að draga aðra ályktun en að kostnaður sé að hækka talsvert umfram tekjur sveitarfélagsins og spurning hvar við stöndum með greiðslu á framkvæmdum vegna Víkurhverfisins.?
Ragnar Már Ragnarsson
Ingveldur Eyþórsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
18.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg
Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.
Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.
Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljist skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Á 15. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar.
Í samræmi við afgreiðslu málsins óskaði skipulagsfulltrúi eftir umsögn skipulagsstofnunar hvað varðar mögulega skipulagsskyldu og/eða umhverfismatsskyldu og er lögð fyrir bæjarstjórn tillaga að afgreiðslu í samræmi við álits skipulagsstofnunar í samræmi við ráðleggingar skipulagsfulltrúa.
Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.
Á 14. fundi sínum taldi skipulagsnefnd framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskaði eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, fól nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljist skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar. Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Á 15. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar.
Í samræmi við afgreiðslu málsins óskaði skipulagsfulltrúi eftir umsögn skipulagsstofnunar hvað varðar mögulega skipulagsskyldu og/eða umhverfismatsskyldu og er lögð fyrir bæjarstjórn tillaga að afgreiðslu í samræmi við álits skipulagsstofnunar í samræmi við ráðleggingar skipulagsfulltrúa.
Þegar Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 var unnið, var Jónsnes skráð sem jörð í byggð en enginn vegur sýndur að jörðinni á aðalskipulagsuppdrætti eins og gert var við aðrar jarðir í byggð (skilgreindir sem ?aðrir vegir?). Í samræmi við álit Skipulagsstofnunar, dags. 2.11.2023, fellst bæjarstjórn á að vinna þurfi breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða óverulega breytingu sé það mögulegt.
Þar sem fyrirhugaður vegur er lengri en 5 km, telur bæjarstjórn, með vísun í álit Skipulagsstofnunar (dags. 01.11.2023), að framkvæmdin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 (n.t.t. tölulið 10.08 í B-hluta). Samkvæmt því skal umhverfismat fylgja tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn telur ekki vera þörf á því að vinna deiliskipulag sem eingöngu nær til vegarins.
Þar sem fyrirhugaður vegur er lengri en 5 km, telur bæjarstjórn, með vísun í álit Skipulagsstofnunar (dags. 01.11.2023), að framkvæmdin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 (n.t.t. tölulið 10.08 í B-hluta). Samkvæmt því skal umhverfismat fylgja tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn telur ekki vera þörf á því að vinna deiliskipulag sem eingöngu nær til vegarins.
19.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Framlagðir minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið - kl. 18:19.
Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
- 2310004 - Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 18 á dagskrá fundarins.