Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Skólinn hefst á ný
Fréttir

Skólinn hefst á ný

Á morgun, fimmtudag, fer fram skólasetning Grunnskólans í Stykkishólmi. Athöfnin fer fram kl 10:00 á Amtsbókasafninu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst kl 08:05.
21.08.2019
Vel heppnuð hátíð að baki
Fréttir

Vel heppnuð hátíð að baki

Liðna helgi voru Danskir dagar haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi. Hólmarar létu vindinn ekki á sig fá og heppnaðist hátíðin vel.
19.08.2019
Heimsækja Hólminn vegna fegurðar
Fréttir

Heimsækja Hólminn vegna fegurðar

Ferðaþjónusta í Stykkishólmi hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. Ljóst er að fegurð bæjarins og nágrennis er mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.
19.08.2019
Nýir starfsmenn í leikskólanum
Fréttir

Nýir starfsmenn í leikskólanum

Nú í byrjun skólaársins hófu tveir nýir starfsmenn störf í leikskólanum, Monika Kiersznowska á Bakka og Snæbjört Sandra Gestsdóttir á Ási. Í byrjun september mun Petrea Mjöll Elfarsdóttir hefja störf á Nesi en fram að því mun Hjalti verða þar en hann er svo á leið í leyfi fram að áramótum. Sóley hefur flutt frá Bakka yfir á Nes. Sigrún tekur aftur við leikskólastjórastöðunni 1. september eftir árs námsleyfi. Berglind Ósk mun þá fara í stöðu sérkennslustjóra og Elísabet Lára aftur í stöðu aðstoðarleikskólastjóra með einhverja viðveru inni á deildum. Nanna og Hulda koma aftur inn 1. október eftir leyfi. Leikskólinn telst því fullmannaður fyrir veturinn og hafa fyrstu dagarnir í aðlögunum á milli deilda gengið ljómandi vel ? Aðlögun nýrra nemenda hefst svo þriðjudaginn 20. ágúst en lokað er vegna skipulagsdags mánudaginn 19. ágúst en þá verða starfsmenn m.a. á námskeiði.
15.08.2019
Laugardagur á Dönskum dögum
Fréttir

Laugardagur á Dönskum dögum

Dagskráin á laugardegi Danskra daga er mikil og fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
15.08.2019
Föstudagur á Dönskum dögum
Fréttir

Föstudagur á Dönskum dögum

Opnunarhátíð Danskra daga fer fram í Hólmgarði. Bæjarstjóri setur hátíðina og fram koma hljómsveitin Þrír og tónlistarmaðurinn Daði Freyr.
15.08.2019
Danskir dagar 2019
Fréttir

Danskir dagar 2019

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi verður haldin dagana 15. - 18. ágúst 2019. Þetta er í tuttugasta og fimmta sinn sem hátíðin er haldin.
12.08.2019
20 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar
Fréttir

20 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar

Þriðjudaginn 13. ágúst eru 20 ár liðin frá víglsu sundlaugarinnar í Stykkishólmi. Af því tilefni flytur Ellert Kristinsson ávarp auk þess sem boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Athöfnin hefst kl. 17:30 í íþróttamiðstöðinni og verður frítt í sund eftir athöfn.
12.08.2019
Laust starf í Ásbyrgi, Stykkishólmi
Fréttir

Laust starf í Ásbyrgi, Stykkishólmi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf í Ásbyrgi, hæfingar - og vinnustað fólks með skerta starfsgetu. Um er að ræða starfsmann í dagþjónustu (1 stöðugildi).
07.08.2019
Fundur um ferðaþjónustu í Stykkishólmi
Fréttir

Fundur um ferðaþjónustu í Stykkishólmi

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms boða til fundar um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu á Snæfellsnesi með áherslu á Stykkishólm í Amtsbókasafninu þriðjudaginn 23. júlí n.k. kl. 20:00.
18.07.2019
Getum við bætt efni síðunnar?